Nýja Ísland óvelkomið?

Soffía Anna Steinarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Dvalarheimilisins Hvamms á Húsavík, setti nokkur orð á blað um hlutverk stjórna öldrunarstofnana á Íslandi.  Hún gerði grein fyrir því að á Hvammi er stjórnin valin pólitískt og segist sjálf sannfærð um að ef stjórnir þessara stofnana væru mannaðar fagfólki, t.d. læknum, hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum, viðskiptafræðingum eða lögfræðingum - í stað stjórnmálamanna, - þá væru þær virkari og gerðu meira gagn. 

Ég las grein Soffíu þegar henni var sagt upp störfum.  Ástæðan fyrir uppsögninni m.a. sögð ósanngjörn gagnrýni á stjórn Hvamms í þessari grein.  Það gat ég engan veginn lesið úr þessum skrifum. Þarna er einfaldlega um að ræða gagnrýni og skoðanir þess sem þekkir til og hefur áhuga á úrbótum.  Greinin er ágætlega skrifuð, skýr og hæfilega löng. Hún ætti að vera velkomin og sjálfsögð í umræðu og skoðanaskipti um úrbætur. - Engin brottrekstrarsök. 

Hér virðast stjórnmálamennirnir gleyma hugmyndinni um hið "Nýja Ísland" í kjölfar hrunsins.  Viðbrögð fulltrúa pólitíkurinnar við þessum skrifum voru í það minnsta önnur en mín.  Um allt aðra túlkun þeirra á skoðunum Soffíu geta áhugasamir lesið í héraðsfréttablaðinu Skarpi.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband