Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Alvarlegt brot fyrrum kosningastjóra Samfylkingarinnar

Siðanefnd blaðamannafélagsins komst að þeirri niðurstöðu að Helgi Seljan hafi brotið alvarlega af sér í starfi í umfjöllun sinni um "Jónínumálið".

Forsvarsmenn Kastljóssins halda þó áfram að berja höfðinu við steininn og mótmæla dómnum eins og ungdómnum er kennt að gera ekki.  Hættið að deila við dómarann og standið upp úr sætum dómara hjá dómstól götunnar. Reynið heldur að læra af þessu máli.

Þessi umfjöllun fyrrverandi kosningastjóra Samfylkingarinnar, sem nú hefur verið staðfest að hafi verið alvarlegt bort, hefur líklega kostað Framsókn meira en þau 300 atkvæði sem þurfti til að koma Jóni Sigurðssyni á þing.

Það verður því fróðlegt að sjá viðbrögð stjórnar RÚV ohf og ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins við þessari niðurstöðu.  Páll Magnússon taldi ekkert óeðlilegt við umfjöllunina og varði sína menn og ber auðvitað endanlega ábyrgð á því sem í sjónvarpinu birtist. 


Efsta deild í knattspyrnu karla

Gaman væri ef 2-3 norðanlið spiluðu í efstu deild þannig að maður gæti séð liðin í efstu deild hér fyrir norðan.   Mér sýnist sagan vera að endurtaka sig á Skaganum.  Þar er byggt á heimamönnum og ungu strákunum treyst.  Árangurinn sést í liðsheild og hollustu.  Reyndar byrjuðu tveir 16 ára inná hjá HK í síðustu umferð.  En hvar er svo liðsheildin í Vesturbænum? Þar verður e.t.v. að gera eins og Alex Ferguson hjá Man Utd. að grisja stjörnunarnar þegar þær eru orðnar of stórar og skaðlegar liðsandanum.  Eða er kannski eitthvað annað hjá KR?  Alla vega þarf aðgerðir fljótt.


Viðhorfsbreytingar við það að verða ráðherra

Skondið að heyra ráðherra Samfylkingarinnar ýmist skipta um skoðun eða sveigja af leið í allmörgum málum eftir að þeir urðu ráðherrar.  Mikið hlýtur að vera gaman að vera ráðherra úr því fólk fórnar sannfæringu sinni fyrir það.  Nokkrar af þessum U-beygjum eru mér að skapi.  Það skal tekið fram. En kosningaloforð eru alla vega einskis virði á Íslandi í dag.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband