Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008

Helgi Seljan löglegur en siđlaus?

Helgi Seljan átti "viđtal" viđ borgarstjóra Ólaf F. Magnússon í gćr.  Tilsvör borgarstjóra komust  sjaldnast til skila vegna frammíkalla sjónvarpsţáttastjórnandans Helga.  Ţađ var Vilmundur Gylfason, blessuđ sé minning hans, sem ţótti spyrja heldur hvasst í byrjun 8. áratugarins og sýna ráđamönnum ónóga virđingu.  Ţađ reyndist tímabćrt ţá og allir eru barns síns tíma.  Síendurteknar spurningar og frammíköll Helga Seljan í gćr er ađferđ sem hann hefur áđur beitt, en spyrja má hvort tilgangurinn sé af pólitískum toga!  Sá sem tekur viđtal veit ekki hvert ţađ leiđir og annar ađilinn á ekki ađ ráđa niđurstöđunni.  Sífelld frammíköll og endurtekningar sömu spurningar eiga ekki heima í "viđtali".   Frekar í ţriđju gráđu yfirheyrslu ţar sem reynt er ađ trufla "viđmćlandann" ţannig ađ hann á endanum segi eitthvađ í áttina viđ ţađ sem til stóđ ađ veiđa upp úr honum. 

Helgi Seljan var fyrir stuttu sýknađur í meiđyrđamáli vegna umfjöllunar um meintan ţátt Jónínu Bjartmarz í veitingu ríkisborgararéttar, en siđanefnd Blađamannafélags Íslands fordćmdi vinnubrögđ Helga.  Reyndar skil ég dóm hérađsdóms ţannig ađ sjónvarpsmađurinn hafi veriđ löglega siđlaus og bíđ eftir umfjöllun í Hćstarétti ţví enn hefur ekki tekist ađ afsanna ađ veriđ sé ađ nota kastljósiđ í pólitískum tilgangi.  En ég verđ hugsi í hvert sinn sem ţessi fyrrum kosningastjóri Samfylkingarinnar fjallar um hin pólitísku mál á ţeim vettvangi.


Risinn rumskađi á nýrri öld

risinn_rumskar.jpgÉg var einn af leikmönnum knattspyrnuliđs umf. Tjörness sem komu saman á mćrudögum á Húsavík í tilefni ţess ađ 25 ár voru liđin frá ţví ađ viđ spiluđum síđast saman.  Ţađ var í Íslandsmótinu í 4. deild, eins og ţađ hét ţá, og voru Tjörnesingar međ afar sigursćlt liđ.  Fćra má sönnur á ţađ međ ţví ađ fletta upp Víkurblađinu međ skrifum Jóhannesar Sigurjónssonar á árunum 1984 til 1986.  Ennfremur eru bćkurnar Íslensk knattspyrna, eftir Víđi Sigurđsson örugg heimild um stórveldiđ Tjörnes á knattspyrnvöllum ţess tíma.  Í tilefni endurfundanna voru stuđningsađilar fengnir til ađ kaupa búninga á liđiđ og stuđningsmenn fjölmenntu á völlinn.  Auđvitađ átti ađ hafa gaman af ţessu, en ekki var laust viđ ađ gamall metnađur tćki sig upp í brjóstum leikmanna Tjörness, sem ekki vildu valda stuđningsmönnum sínum vonbrigđum.  Og enn síđur máttu ţeir til ţess hugsa ađ skuggi félli á ljómann af gođsögninni um hiđ ósigrandi knattspyrnuliđ Tjörness.  En sumir spiluđu  meira af vilja en mćtti ţví tímans tönn hafđi nagađ margan dáđadrenginn.  Allmargir höfđu safnađ aukakílóum og kyrrseta og velmegun dregiđ úr snerpu á  liđnum aldarfjórđungi.  Fór ţví svo ađ lokum ađ úrvalsliđ Suđur-Ţingeyinga, sem voru andstćđingar okkar, mörđu nauman sigur á okkur Tjörnesingum, međ 4 mörkum gegn 3.  Ekki dugđu heldur lúmska herbragđiđ ađ senda alla varamenninna inná ţegar 2 mínútur voru eftir til ađ freista ţess ađ jafna. Síđasta spyrna leiksins var svo ţrumuskot uppundir ţverslána, en leikmađur úrvalsliđsins varđi hann ţar međ hendi.  Ţar bar dómaranum ađ lyfta lituđu spjaldi og dćma vítiđ, sem hefđi tryggt okkur vítakeppnina međ sigri. En dómarinn rćđur í drengilegum leik. Risinn hafđi jú rumskađ  en laut svo í gras međ sćmd.

Ánćgjulegt Jökulsárhlaup í 23° hita

jokulsarhlaup.jpgFjórđa áriđ í röđ hljóp ég Jökulsárhlaup mér til mikillar ánćgju.  Ég vil nota tćkifćriđ og bera lof á skipuleggjendur hlaupsins, einkum Katrínu Eymundsdóttur sem átti ţessa hugmynd upphaflega og hefur alltaf stjórnađ hlaupinu af röggsemi.  Nú er svo komiđ ađ 180 manns tóku ţátt í hlaupinu og hlýtur ţađ ađ kalla á fjármagn og ađkeypt vinnuafl, en sjálfbođaliđar hafa hingađ til stađiđ sig frábćrlega viđ framkvćmd hlaupsins. 

Hlaupiđ er um stórbrotiđ land í Jökulsárţjóđgarđi, niđur međ Jökulsá á Fjöllum frá Dettifossi sem leiđ liggur niđur í Ásbyrgi.  Hingađ til hef ég látiđ mér nćgja ađ hlaupa úr Hólmatungum, 21,2 km leiđ niđur í byrgiđ.  Hlaupiđ byrjar undan brekkunni viđ góđar ađstćđur.  Og ţađ er alltaf jafn gaman ađ vađa Stallá í laxapokum og hlaupa fjárgötur og trođninga niđur í Vesturdalinn.  Upp úr Vesturdalnum er veruleg hćkkun og svo taka viđ götur eftir gömlum farvegi Jökulsár, frá ţeim tíma er Ásbyrgi myndađist og er ţá víđa yfir klappir ađ fara.  Síđasti áfangi leiđarinnar liggur svo međfram byrginu eftir fjárgötum og eru ţar meiri klappir; erfiđ leiđ fyrir ţreytta fćtur.  


Deilur viđ dómara draga úr árangri í fótbolta

Ţjálfari knattspyrnuliđs Völsunga á Húsavík kveđst hafa hćtt störfum vegna dómgćslu og hvernig dómarar eru búnir ađ haga sér gegn Völsungi ţetta sumariđ.  Í hérađsfréttablađinu Skarpi er fjallađ um máliđ í dag.  Ýmis ummćli ţjálfarans fyrrverandi verđa tekin fyrir hjá úrskurđa- og aganefnd KSÍ, en formađur Völsungs segist vonast til ađ sverđin verđi slíđruđ.

Ég sleppi öllum palladómum um frammistöđu hins unga liđs Völsunga í sumar, en ég er tryggur stuđningsmađur liđsins.  Lengi hef ég líka haldiđ međ Skagamönnum í efstu deild, en í ţeim herbúđum er sama sorgarsagan í sumar.  Ţjálfarinn heldur ţví fram ađ dómarar séu á móti Skagaliđinu og sýni ţeim gul og rauđ spjöld, langt umfram landsmeđaltal.  

Mér er nóg bođiđ og leiđist ţessi umrćđa.  Getur veriđ ađ liđin mín nái ekki ađ sýna getu sína inni á vellinum af ţví ađ ţjálfararnir eru uppteknir af ţví ađ kenna dómaranum um slaka frammistöđu?  Ég trúi ţví ađ betri árangur náist ef ţjálfarinn sýnir leikmönnum gott fordćmi og notar krafta sína og einbeitingu í annađ en ađ svívirđa dómara fyrir ţeirra störf.  Og vel á minnst; ég held ađ ţjálfarinn á Skaganum ćtti líka ađ taka pokann sinn, nema ţví ađeins ađ hann hćtti hiđ snarasta ţeim ósiđ rífa kjaft viđ dómarann.


Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband