Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Sparisjóðirnir endurreistir; en hvernig?

Nú er liðið á annað ár frá bankahruninu og endurreisn íslenska bankakerfisins hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Endurreisn Sparisjóðanna gæti skýrst í ársbyrjun 2010, en nú eru 12 sparisjóðir eftir í landinu og hafa 8 óskað eftir ríkisframlagi en 4 ekki.

Síðastliðið sumar var gerð breyting á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem sparisjóðum er heimilt að hafa samstarf meðal annars um eftirfarandi verkefni, enda sé slíkt gert á almennum viðskiptalegum forsendum:

a. ráðgjöf um áhættustýringu,

b. rekstur upplýsingakerfa,

c. öryggiseftirlit,

d. starfsemi innri endurskoðunardeilda,

e. bakvinnsla, bókhald, greining og skýrslugerð til eftirlitsstofnana,

f. lögfræðiráðgjöf, samningar og samskipti við birgja,

g. vöruþróun og markaðssamstarf um sameiginleg vörumerki,

h. fræðsla og upplýsingagjöf,

i. innlend og erlend greiðslumiðlun og þjónusta við erlend viðskipti.

Þetta er rýmkun á fyrirkomulagi sem áður var viðhaft í sparisjóðafjölskyldunni og um leið staðfesting á því að samstarf sparisjóða á þessum sviðum telst ekki brjóta samkeppnislög.

Framtíð sparisjóðanna, sem svæðisbundinna bankastofnanna í félagslegri eigu veltur mikið á því hvernig fjármálakerfi verður byggt upp á Íslandi.  Ríkið virðist geta lagt línurnar að einhverju leyti hvað varðar sparisjóðina. Velta má upp eftirtöldum spurningum:

-        Hvernig fjármálastofnanir eiga að vera í landinu (viðskipta- og/eða fjárfestingabankar)?

-        Hversu margar eiga stofnanirnar að vera (samkeppnissjónarmið)?

-        Er pláss (hilla) fyirr sparisjóðina á markaðnum?

-        Hvernig geta sparisjóðirnir aðgreint sig á markaðnum?

-        Hvernig á samstarf sparisjóðanna að vera?

-        Á að sameina alla sparisjóði í eigu ríkisins og e.t.v. fleiri?

-        Á ríkið að endurselja stofnfjárhlut sinn á starfssvæði sparisjóðanna? 

 Nóg í bili...er


Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband