Færsluflokkur: Menntun og skóli

Skólaheimsóknir í Danmörku og Svíþjóð - áframhald þróunarstarfs á Laugum

Starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum fór til Danmerkur og Svíþjóðar í lok októbermánaðar í haust.  Í Kaupmannahöfn voru tveir skólar heimsóttir og sá þriðji í smábæ nærri Lundi í Svíþjóð.  Staðfestu heimsóknirnar að þróunarstarfið á Laugum er í takt við það sem best gerist annarsstaðar.  Afar mikilvægt er fyrir Laugamenn að víkka sjóndeildarhringinn með þessum hætti  Rúmlega 30 voru í ferðinni, sem tókst vel.

laugarmenn


Vor í lofti á Laugum

 

Í gær, 4. mvor10_05aí, var góð stemning í sumarveðri á Laugum.  Krían var meira að segja mætt og sveimaði yfir Reykjadalsánni.  Nemendur tóku endasprettinn í náminu léttklæddi úti á torgi og kokkurinn grillaði lambasteik í hádeginu. Það var bjart yfir Reykjadalnum og skólastarfinu.

 Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli í einni af fallegustu sveitum landsins. Þar er mjög góð aðstaða er til náms, félagslífs og íþróttaiðkunar og heimavistaraðstaða við skólann með því besta sem gerist á landinu.


Kennt er á fjórum námsbrautum í skólanum sem bjóða upp á marga möguleika í framhaldsnámi eftirvor10_01 stúdentspróf. Í skólanum er öflugt félagslíf. Einnig er öflugt leiklistarlíf á Laugum en nemendur taka þátt í uppfærslum leikdeildar Eflingar.

Júlíus Havsteen, Blöndal og bankahrunið

Júlíus Havsteen, sem var sýslumaður á Húsavík, var þekktur fyrir að standa með smælingjunum og eru af því margar sögur. Ein rifjaðist upp fyrir mér í sambandi við tilburði stjórnvalda við rannsókn bankahrunsins. Þannig var að Blöndal, sem var víneftirlitsmaður á bannárunum, bankaði óvænt uppá hjá Júlíusi sýslumanni á Húsavík. Hann ætlaði að líta í kringum sig í þorpinu og skima eftir þeim sem brugguðu landa. Júlíus vissi af þeirri iðju hjá útvegsbónda og barnakarli, sem við skulum bara kalla Helga hér,  en vildi hlífa honum við rannsókn Blöndals. Hann bað vinnumann sinn því að fara til barnakarlsins og bruggarans og færa honum þau skilaboð að Blöndal væri komin og hvort Helgi ætti nýjan fisk fyrir Blöndal. Öllum mátti vera ljóst, nema eftirlitsmanninum, að þessu erindi var ætlað að veita Helga svigrúm til að fela bruggtækin og fela slóðina.  Mér fannst þetta skemmtileg saga en velti því fyrir mér hvort stjórnvöldum gengur eitthvað álíka göfugt til með því að misfarast hendur hvað eftir annað í rannsókn bankahrunsins og draga lappirnar eins lengi og hægt er. Vonandi er gáfulegur tilgangur með vandræðaganginum því þetta er að verða pínlegt.   


Kemur ekki til greina að fara til baka á Laugum

lei_sagnarnam.jpgGrein um þróun skólastarfs á Laugum undanfarin ár birtist nýverið í veftímaritinu Netlu, tímariti um uppeldi og menntun sem kemur út hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.  Í greininni er fjallað um þróunarverkefni í Framhaldsskólanum á Laugum sem fengið hefur heitið "Sveigjanlegt námsumhverfi - persónubundin námsáætlun."  Markmið verkefnisins er m.a. að gera nemendur ábyrgari fyrir námi sínu.  Hefðbundnum kennslustundum hefur verið fækkað en þess í stað vinna nemendur samkvæmt einstaklingsbundinni áætlun í opnum vinnurýmum (vinnustofum) undir leiðsgögn kennara.  Áhersla er lögð á samfelldan skóladag og að nemendur geti lokið námi sínu að mestu á venjulegum vinnutíma.  Persónuleg leiðsögn við nemendur einkennir skólastarfið, sem og fjölbreyttar kennsluaðferðir, leiðsagnarmat og að nýta upplýsingatækni með markvissum hætti í náminu.  Vefritið má lesa á slóðinni www.netla.khi.is/greinar/2008/003/index.htm eða með því að opna word skjalið sem fylgir.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gleði í skólastarfinu á Laugum

verkdr_34verkdr_36verkdr_30Sumardagurinn fyrsti var bjartur og fagur á Laugum. Meira en 160 gestir heimsóttu skólann og kynntu sér nýjungar í skólastarfi og skoðuðu afrakstur verkefnadrifna námsins sem unnið hefur verið við þessa viku. Gestir komu víða að og meðal þeirra mátti sjá þingmenn og ráðherra. Bar fólki saman um að dagurinn hefði verið fróðlegur og skemmtilegur bæði fyrir heimamenn og gesti.

Forvarnardagur SÍF - Leiðindum kastað í Goðafoss

Nemendur og starfsfólk Framhaldskólans á Laugum héldu uppá forvarnardag Sambands íslenskra framhaldsskólanema miðvikudaginn 9. apríl. Gengið var frá skólahúsum á Laugum, sem leið lá yfir Fljótsheiði og að Goðafossi, um 9 kílómetra vegalengd.  Gengið var með friði, heilbrigðu líferni, ást, notkun bílbelta, notkun smokka, trausti, kærleika, réttlæti, jafnrétti, velferð, von, samkennd, menntun og fleiru sem hverjum og einum fannst vert að ganga með.  

Allir voru velkomnir að ganga með Laugafólki. Gangan tók u.þ.b. 4 klukkutíma og fengu göngugarpar hressingu á leiðinni, uppá miðri heiði. Þegar komið var að Goðafossi var mælt með því að göngufólk kastaði frá sér leiðinlegum hugsunum til að rýma fyrir öðrum jákvæðari í staðinn.


medmaeli


Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband