Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Þögnin ein þrumar?

Athygli mína vekur hversu vel Jóhannes Sigurjónsson kemst frá deilum og viðkvæmum málum á Húsavík.  Í nær 30 ár er hann búinn að skrifa í litlu samfélagi og er snillingur í því að komast hjá ill- og eða ritdeilum með skrifum sýnum.  Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég beið eftir Skarpi í dag, föstudaginn 23. nóvember.  Ljósvakafjölmiðlarnir og blöðin höfðu alla vikuna sagt frá djúpstæðum ágreiningi kennara við skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík.  Ekkert birtist um málið á Skarpi.is, en í Skarpi sjálfum skrifar ritstjórinn með sínum lipra penna undir fyrirsögninni "Þögnin ein þrumar"; án þess að særa nokkurn meira en orðið er og án þess að bæta neinu við það sem þegar hefur komið fram.  Meining ritstjórans er alla vega skýr: Núna er ekki hægt þegja bara!  Þess má vænta að þögnin verði rofin, hvort sem það gerist í stjórnsýslunni eða fjölmiðlum.     

Látra-Björg um Reykjadal

Fræg er vísa Egils Jónassonar frá Húsavík um Raufarhöfn:  "Farðu í rassgat Raufarhöfn" o.s.frv.  Svipaða umsögn annars skálds fann ég á Netinu.  Vísan heitir Reykjadalur og höfundurinn er Látra-Björg. Vona að birting hennar hafi ekki áhrif á afstöðu nokkurs kjósanda í sameiningarkosningum sveitarfélaganna Aðaldælahrepps, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar næstkomandi laugardag.   Vísan er svona:

Reykjadalur er sultarsveit,

sést hann oft með fönnum,

ofaukið er í þeim reit

öllum frómum mönnum.

                 Látra-Björg


Breytist búsetuþróun með upplýsingatækni?

Nú standa yfir kynningarfundir vegna sameiningakosninga í þremur sveitarfélögum í Suður-Þingeyjarsýslu.  Sveitarfélögin eru Aðaldælahreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit.  Eins og við mátti búast sýnist sitt hverjum.  Íbúar á öllu þessu svæði munu vera 1500-1600 talsins.  Tvær helstu breytingar sem von er á á svæðinu eru álver á Bakka við Húsavík og göng undir Vaðlaheiði.  Að mínu mati eru einmitt 3 atriði sem ráða mestu um að snúa neikvæðri búsetuþróun á landsbyggðinni við.  Þau eru:  1) Atvinnuuppbygging, 2) Hefðbundnar samgöngur og 3) Netið og upplýsingatækni, sem kalla má samgöngur 21. aldarinnar. 

Hið síðasttalda atriði hefur ekki fengið nægilegt vægi hingað til, sem gæti skýrst af því að kynslóðin sem er við völd í dreifbýlinu hefur ekki alist upp við þessa tækni, en yngri kynslóðin er flutt burt.   Helsta ástæða þéttbýlismyndunar á 20. öldinni var sú að vinnuafl vantaði í fiskvinnslu og sjávarútveg út við ströndina á sama tíma og tæknin leysti þreyttar hendur af hólmi í landbúnaði.  Nú er mikið vatn runnið til sjávar og vinnuframlag, verslun, þjónusta og menntun fer í auknum mæli fram á Netinu.  Þar liggja tækifæri dreifbýlsins.  Að fólk kjósi að lifa í náttúrulegu umhverfi en ekki manngerðu og geti rekið erindi sín, stundað vinnu eða nám í gegnum Netið.  Það kemur að því að þetta "trend" lyftir dreifbýlinu til vegs og virðingar á ný.


Skólaheimsóknir í Minnesota

Vikuna 21.-28. október var ég á ferðalagi í Minnesota USA með starfsfólki Framhaldsskólans á Laugum.  Erindi okkar var að kynnast skólastarfi með tilliti til þess þróunarverkefnis, sem hófst í fyrra að Laugum.  Þeir skólar sem við heimsóttum lögðu mikið upp úr námsaðferðinni "Learning by doing" líka nefnt "Discovery based learning" eða á ylhýra málinu "Uppgötvunarnám".  Skemmst er frá því að segja að við lærðum heilmikið um aðferðafræðina þessa viku sem við stöldruðum við í Minnesota.  Þessar skólaheimsóknir eru gott innlegg í þá þróunarvinnu sem stendur yfir á Laugum.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband