Starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum fór til Danmerkur og Svíþjóðar í lok októbermánaðar í haust. Í Kaupmannahöfn voru tveir skólar heimsóttir og sá þriðji í smábæ nærri Lundi í Svíþjóð. Staðfestu heimsóknirnar að þróunarstarfið á Laugum er í takt við það sem best gerist annarsstaðar. Afar mikilvægt er fyrir Laugamenn að víkka sjóndeildarhringinn með þessum hætti Rúmlega 30 voru í ferðinni, sem tókst vel.
Menntun og skóli | 2.12.2010 | 14:37 (breytt 9.1.2011 kl. 11:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta maraþonið mitt var Mývatnsmaraþon við ágætar aðstæður 29. maí 2010. Ég hljóp með áætlun uppá 5 mín og 30 sek pr. km. Ætlaði að halda því fyrstu 30 km og gekk það prýðilega eftir. Síðan fór að þyngjast verulega , eins og búast mátti við því svona hlaup hefst eftir 30 km segja margir. Samt náði ég fram úr tveimur hlaupurum á seinni hlutanum. Þessi skynsamlega útfærsla tryggði að ég náði takmarkinu sem var að klára á undir 4 klst. Kláraði mig ekki alveg því ég var bara góður i skrokknum á eftir og afskaplega sáttur auðvitað. Tími minn var 3:56,59.
Lífstíll | 1.11.2010 | 13:18 (breytt 22.6.2011 kl. 14:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær, 4. maí, var góð stemning í sumarveðri á Laugum. Krían var meira að segja mætt og sveimaði yfir Reykjadalsánni. Nemendur tóku endasprettinn í náminu léttklæddi úti á torgi og kokkurinn grillaði lambasteik í hádeginu. Það var bjart yfir Reykjadalnum og skólastarfinu.
Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli í einni af fallegustu sveitum landsins. Þar er mjög góð aðstaða er til náms, félagslífs og íþróttaiðkunar og heimavistaraðstaða við skólann með því besta sem gerist á landinu.
Kennt er á fjórum námsbrautum í skólanum sem bjóða upp á marga möguleika í framhaldsnámi eftir

Menntun og skóli | 5.5.2010 | 10:12 (breytt kl. 10:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gamlárshlaup var haldið í fyrsta skipti á Húsavík á gamlársdag 2009 og fór það fram í góðu veðri. Logn var, frost um -1 gráða en nokkuð hált var undir fæti. Þátttaka var mjög góð en um 40 manns hlupu eða gengu þær vegalengdir sem í boði voru. Að sögn Ingólfs Freyssonar eins þeirra sem að hlaupinu stóðu mættu margir í búningum sem gerði hlaupið lifandi og skemmtilegt. Það hófst með því að rakettu var skotið á loft og þegar þátttakendur komu í mark var þeim boðið í sund í Sundlaug Húsavíkur. (úrdráttur úr frétt 640.is)
Lofsvert framtak hjá Húsvíkingum. Ég hljóp þetta á slökum tíma, en hafði gaman af því engu að síður. Verð vonandi í betra formi að ári, en ástæða er til að ætla að þetta hlaup sé komið til að vera. Til hamingju með það, Guðmundur Árni, Guðrún, Ingólfur og co.
Myndin er frá Reykjavíkurmaraþoni 2006.
Lífstíll | 4.1.2010 | 11:50 (breytt kl. 12:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er liðið á annað ár frá bankahruninu og endurreisn íslenska bankakerfisins hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Endurreisn Sparisjóðanna gæti skýrst í ársbyrjun 2010, en nú eru 12 sparisjóðir eftir í landinu og hafa 8 óskað eftir ríkisframlagi en 4 ekki.
Síðastliðið sumar var gerð breyting á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem sparisjóðum er heimilt að hafa samstarf meðal annars um eftirfarandi verkefni, enda sé slíkt gert á almennum viðskiptalegum forsendum:
a. ráðgjöf um áhættustýringu,
b. rekstur upplýsingakerfa,
c. öryggiseftirlit,
d. starfsemi innri endurskoðunardeilda,
e. bakvinnsla, bókhald, greining og skýrslugerð til eftirlitsstofnana,
f. lögfræðiráðgjöf, samningar og samskipti við birgja,
g. vöruþróun og markaðssamstarf um sameiginleg vörumerki,
h. fræðsla og upplýsingagjöf,
i. innlend og erlend greiðslumiðlun og þjónusta við erlend viðskipti.
Þetta er rýmkun á fyrirkomulagi sem áður var viðhaft í sparisjóðafjölskyldunni og um leið staðfesting á því að samstarf sparisjóða á þessum sviðum telst ekki brjóta samkeppnislög.
Framtíð sparisjóðanna, sem svæðisbundinna bankastofnanna í félagslegri eigu veltur mikið á því hvernig fjármálakerfi verður byggt upp á Íslandi. Ríkið virðist geta lagt línurnar að einhverju leyti hvað varðar sparisjóðina. Velta má upp eftirtöldum spurningum:
- Hvernig fjármálastofnanir eiga að vera í landinu (viðskipta- og/eða fjárfestingabankar)?
- Hversu margar eiga stofnanirnar að vera (samkeppnissjónarmið)?
- Er pláss (hilla) fyirr sparisjóðina á markaðnum?
- Hvernig geta sparisjóðirnir aðgreint sig á markaðnum?
- Hvernig á samstarf sparisjóðanna að vera?
- Á að sameina alla sparisjóði í eigu ríkisins og e.t.v. fleiri?
- Á ríkið að endurselja stofnfjárhlut sinn á starfssvæði sparisjóðanna?
Nóg í bili...er
Viðskipti og fjármál | 26.12.2009 | 20:54 (breytt 4.1.2010 kl. 11:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðlensk þríþraut var haldin á Laugum í Reykjadal laugardaginn 15. ágúst sl. og voru þátttakendur 31, sem telst mjög gott. Það er Þríþrautarfélag Norðurlands sem stendur fyrir þrautinni og starfsfólk kom frá líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri.
Að þessu sinni rennur allur ágóði af þríþrautinni til Gísla Sverrissonar og fjölskyldu hans, en Gísli lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir ári síðan. Þeir sem vilja styrkja Gísla án þess að taka þátt í þrautinni geta lagt beint inn á söfnunarreikninginn hans: Gísli Sverrisson: kt. 180561-7069. Reikningsnúmerið er 0565-14-400216.
Þetta var í áttunda sinn sem Þingeyingar standa fyrir þríþraut og í fimmta sinn sem hún fer fram á Laugum, en fyrstu þrjú árin var þríþrautin haldin í tenglum við Mærudaga á Húsavík. Þessi íþróttaviðburður er ætlaður almenningi, jafn sem keppnisfólki í greininni.
Keppendur í ólympískri þríþraut voru 8, en hún felst í því að synda 1500 metra, hjóla 40 kílómetra og hlaupa 10 kílómetra. Helga Árnadóttir Kelduhverfi náði bestum árangri í kvennaflokki á tímanum 2.38,09. Hún var eina konan sem lauk ólympískri þraut, en tími hennar hefði nægt í verðlaunasæti í opnum flokki. Andri Steindórsson Akureyri var fljótastur karla á tímanum 2.20,41. Hartmann Bragason Reykjavík var annar og Unnsteinn Jónsson Akureyri þriðji.
Íþróttir | 29.8.2009 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
CCP var stofnað árið 1997. Félagið spratt upp af OZ tölvufyrirtækinu og flaggskipið er tölvuleikurinn EVE Online. Framleiðsla þess leikjar hófst árið 2000 og hann kom út árið 2003. Í dag eru 270 þúsund manns áskrifendur og stutt í að þeir verði jafnmargir íslendingum, eða fleiri. Leikurinn EVE Online er spilaður af einum netþjóni og hafa 40 þúsund aðilar spilað leikinn samtímis.
Starfsmannafjöldi var 16 árið 2000 og um 200 manns um árið 2006, en árið 2008 voru starfsmenn orðnir 370. Árin 2005 til 2006 stofnaði CCP skrifstofur bæði í Bandaríkjunum og Kína. Starfsfólk CCP er af 20 þjóðernum og í fyrirtækinu eru töluð um 30 tungumál.
Viðskipti og fjármál | 16.4.2009 | 17:43 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virði fyrirtækis Magnúsar Sceving og co. er mikð fyrir íslenska hagkerfið. Árið 1995 varð Latibær fyrst kunnur þegar fyrsta bókin kom út og seldist í 5000 eintökum. Árið 2001 var skóbúnaður og klæðnaður settur á markað og var uppseldur á tveimur vikum. Árið 2003 tókust samningar við Nickelodeon Jr í Bandaríkjunum og hjólin tóku að snúast í átt til alþjóðavæðingar. Árið 2007 voru ellefu nytjaleyfisumboðsmenn ráðnir. Latibær hefur nú breiðst út um allar heimsálfur.
Ekki má heldur gleyma lýðfræðilegum hollustuboðskap fyrir yngstu kynslóðina. Internetið er notað í fræðslutilgangi. Gagnvirkir tölvuleikir blómsta og sú nýbreytni að versla Latabæjarvarning af Netinu af einhverjum karekterana í bænum. Svo ekki sé minnst á tónlistina. En helstu tekjur Latabæjar koma af leyfisveitingum (e. Francising). Þetta virðist gott dæmi um skapandi hugsun og árangursríka útrás. Tekjur Latabæjar voru taldar 7,6 milljónir USD árið 2007og að veltan hafi nær tvöfaldast á árinu 2008, þegar verslunarvörur vega mun þyngra. Áfram Latibær!
Viðskipti og fjármál | 16.4.2009 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 7.4.2009 | 14:14 (breytt kl. 14:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlauparar á Íslandi kusu Jökulsárhlaupið besta hlaup ársins 2008. Kosningin fór fram á www.hlaup.is og fékk hlaupið 9,2 í meðaleinkunn. Einstakir þættir hlaupsins hlutu eftirtaldar einkunnir: Skipulagning 9,6. Hlaupaleið 9,2. Brautarvarsla 10.0 og Tímataka 9,2 svo dæmi séu nefnd. Hlaupið 2008 var sérstaklega vel heppnað, yfir 160 manns tóku þátt í mjög góðu veðri, var jafnvel of heitt.
Hlaupnar eru þrjár vegalengdir í Jökulsárhlaupinu: Frá Dettifossi, Hólmatungum og Vesturdal. Fyrsta hlaupið var haldið árið 2004 og þá í boði Kelduneshrepps. Frumkvæðið að hlaupinu átti Katrín Eymundsdóttir og óska ég henni og sveitungum hennar Keldhverfungum til hamingju, en um 30 sjálfboðaliðar koma að framkvæmd hlaupsins árlega. Án þeirra væri þetta ekki hægt.
Jökulsárhlaupið í ár verður haldið 25. júlí og ég stefni á að mæta í 5. sinn. Það kæmi mér ekki á óvart að þátttaka yrði góð vegna þess að þetta er sennilega skemmtilegasta utanvegahlaup sem í boði er á Íslandi og mjög vel er að þessum viðburði staðið.
Lífstíll | 13.3.2009 | 11:58 (breytt kl. 14:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá