Hvað eru matvæli stór liður í útgjöldum íslenskra fjölskyldna? Spurði mig hagfræðingur á dögunum. Ég giskaði á 17%, en svarið var 12% Þar af er innlend landbúnaðarframleiðsla tíund eða rúmlega 1% af öllum útgjöldum íslenskra heimila. En viðhorf gagnvart bændum og innlendri framleiðslu hefur verið neikvætt. Neytendasamtökin hafa talið brýnt að flytja inn matvöru til að lækka heimilisútgjödlin. Og var ekki frumvarp frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um innflutning landbúnarðarvara? Ég velti því fyrir mér hvort breyting hafi orðið á viðhorfi nú þegar innfluttar matvörur hafa hækkað gríðarlega í verði.
Dægurmál | 26.11.2008 | 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Bloggar | 9.11.2008 | 14:54 (breytt kl. 16:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afskriftir bankanna á kröfum til stjórnenda og lykilstarfsfólks sem keypti hlutabréf í bönkunum verða ekki liðnar. Sama hvaða nöfnum menn vilja kalla það er þar um ósiðlegt athæfi að ræða og ólöglegt. Þeir sem skipta búum gömlu bankanna eru í öllum rétti til að rifta þessum málamyndargerningum. Enda sér það hvert smábarn að efnað fólk sem skuldar vegna hlutabréfakaupa á sinni eigin kennitölu er betri trygging fyrir greiðslum heldur en einkahlutafélag á nöfnum viðkomandi, sem stofnað hefur verið með 100 þús króna takmarkaðri ábyrgð. Ég sætti mig ekki við þjófnað og lýsi eftir stjórnmálamanni með bein í nefinu til að taka á þessu máli. En það virðist tefja málið hve margir stjórnmálamenn tengjast spillingunni með einum eða öðrum hætti. Vonandi finnst einhver sem ekki þarf að vernda fjölskyldumeðlimi eða passa sinn ráðherrastól. Þá hefði kannski mátt treysta á fjölmiðlana, en það bætir ekki úr skák að þeir eru nær allir á sömu hendi! Spilling og samtrygging er nú að koma æ betur í ljós og þar eru komnar ærnar ástæður fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi og sækja nýtt umboð til kjósenda.
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2008 | 10:14 (breytt kl. 17:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2008 | 15:24 (breytt kl. 15:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í moldviðri síðustu daga keppast embættismenn og kjörnir fulltrúar við að þvo af sér bletti sem á þá falla. Eftirlitsiðnaðurinn í skrifræðinu sem við völdum okkur frá Brussel með EES samningnum, bendir á aðra, og aðrir benda á enn aðra. Allir eru stikkfrí og engin ber ábyrgð á neinu.
Umræðustjórnmál seinni tíma eru ekki að virka við núverandi aðstæður. Nú er lag að sigta út mestu blaðurskjóðunum og senda þær heim af þinginu. Aðeins huti af stjórnmálamönnunum virðast eiga samleið með þjóðinnni þessa októberdaga.
Hér eru e.t.v. komin merki þess að fjórflokka kerfi Jónasar frá Hriflu sé loksins úr sér gengið. Alla vega má vona að einhverjir finnist með bein í nefinu til að leiða þjóðina á réttari brautir en hin bláeygu og rænulausu/grunlausu stjórnvöld hafa valið fyrir okkur.
Og nú vantar þjóðina peninga til að borga ábyrgðir sem þegnar þessa lands voru í án þess að vita af því. Útrásarvíxillinn hefur fallið á komandi kynslóðir. Ráðamenn sögðu að ríkissjóð skulda lítið. En þeir hafa þá gleymt að reikna með þessum risaábyrgðum, eða hvað?
En vill einhver lána Íslandi? Rússar hafa sennilega ekki nægjanlega góða ástæðu til að lána Íslendingum fjóra milljarða evra, eftir að þjóðin komst ekki að í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.
Nú þegar hefur verið leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um mögulega lánafyrirgreiðslu en ekkert er enn komið út úr þeim viðræðum. Ísland er ekki eina þjóðin sem leitað hefur á náðir sjóðsins því Úkraínumenn eru þegar komnir með vilyrði fyrir 14 milljarða dala láni.
Stjórnmál og samfélag | 18.10.2008 | 11:39 (breytt kl. 14:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Grein um þróun skólastarfs á Laugum undanfarin ár birtist nýverið í veftímaritinu Netlu, tímariti um uppeldi og menntun sem kemur út hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í greininni er fjallað um þróunarverkefni í Framhaldsskólanum á Laugum sem fengið hefur heitið "Sveigjanlegt námsumhverfi - persónubundin námsáætlun." Markmið verkefnisins er m.a. að gera nemendur ábyrgari fyrir námi sínu. Hefðbundnum kennslustundum hefur verið fækkað en þess í stað vinna nemendur samkvæmt einstaklingsbundinni áætlun í opnum vinnurýmum (vinnustofum) undir leiðsgögn kennara. Áhersla er lögð á samfelldan skóladag og að nemendur geti lokið námi sínu að mestu á venjulegum vinnutíma. Persónuleg leiðsögn við nemendur einkennir skólastarfið, sem og fjölbreyttar kennsluaðferðir, leiðsagnarmat og að nýta upplýsingatækni með markvissum hætti í náminu. Vefritið má lesa á slóðinni www.netla.khi.is/greinar/2008/003/index.htm eða með því að opna word skjalið sem fylgir.
Menntun og skóli | 1.10.2008 | 00:04 (breytt kl. 00:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftirfarandi tilkynning barst mér í tölvupósti og birti ég hana hér orðrétt.
Gísli Sverrisson er formaður Þríþrautarfélags Norðurlands, sem hefur staðið fyrir þríþraut á Laugum og víðar um Norðurland undanfarin ár.
"Gísli Sverrisson féll af hjóli sínu 2. september síðastliðinn þar sem hann var við æfingar ásamt félögum í hjólahóp frá líkamsræktar- stöðinni Bjargi á Akureyri. Við fallið hlaut Gísli hryggbrot og alvarlegan mænuskaða. Afleiðingar slyssins eru þær að hann er lamaður fyrir neðan brjóstkassa.
Gísla bíður löng sjúkrahúslega og endurhæfing. Þetta er mikil áfall fyrir hann, konu hans og fjögur börn og mikilvægt að fjárhagslegar áhyggjur bætist ekki ofan á það sem fyrir er. Fyrir liggja ferðalög fyrir fjölskyldu hans til að styðja við hann í Reykjavík þar sem hann liggur á sjúkrahúsi, auk kostnaðar sem fylgir því að laga sig að breyttum aðstæðum.
Vinir og kunningjar Gísla hafa ákveðið að leggja honum og fjölskyldu hans lið með fjársöfnun. Í kringum söfnunina verður skíðastaðasprettur þann 20. september n.k. Nánari upplýsingar um sprettinn eru á www.bjarg.is
Það er einlæg ósk og trú aðstandenda að sem flestir geti lagt Gísla lið með fjárframlagi. Þú ræður upphæðinni. Það eina sem þú þarft að gera er að millifæra á söfnunarreikning fyrir Gísla. Reikningurinn er skráður á nafn og kennitölu Gísla.
Reikningsnúmerið er: 0565-14-400216
Gísli Sverrisson: kt. 180561-7069
Aðstandendur og fjölskylda Gísla þakka þér kærlega fyrir veittan stuðning og biðja þig að koma upplýsingunum á framfæri".
Undir þetta skrifar Hjólahópurinn Bjargi, Akureyri.
Vinir og fjölskylda | 15.9.2008 | 13:36 (breytt kl. 13:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um síðustu helgi hljóp ég hálft maraþon í Reykjavík og bætti mig um tæpar tvær mínútur. Ég sá marga sem ég þekkti í rásmarkinu og var næstum búinn að gleyma mér, því ég var seinn að koma mér fyrir og hefði mátt teygja betur fyrir hlaupið. Þarna rakst ég á Þorberg Inga Jónsson, norðfirðinginn fráa, sem var í startholunum með að setja besta tíma íslendinga þetta árið. Sjónvarpið sá ástæðu til að mynda okkur þar sem við stóðum í klósettröðinni við MR. Á Nesveginum hljóp ég samhliða Eiði Aðalgeirs, frænda mínum, sem er ein af fyrirmyndum mínum hvað varðar langhlaup og þolraunir. Ætli hann sé ekki sá íslendingur sem hlaupið hefur flest maraþonhlaup, nokkrum fleiri en Trausti Valdimarsson læknir? Við gáfum okkur tíma til að spjalla á leiðinni, en svo seig hann framúr, enda þaulvanur hlaupari á ferð. Aðstæður voru mjög góðar og þetta var vonandi frábært hlaup fyrir alla.
Mínar æfingar og keppnir gengu vel þetta sumarið. Um miðjan ágúst leysti ég Þingeysku þríþrautina á rúmlega 4 mínútum skemmri tíma en áður. Í lok júlí var ég tæpum tveimur mínútum fljótari með 21,1 km í Jökulsárhlaupinu. Fjórða alvöruhlaupið á keppnistímabilinu var svo Mývatsnsmaraþon í lok maí, sem gekk líka vel. Nú er að finna sér ný markmið í keppnum, en ég á að baki 7x 1/2 maraþon, 1x 27 km óbyggðahlaup, 3x Ólympíska þríÞraut og 4x 1/2 þraut. Það virðist því ekki vera út úr kortinu að stefna á 1x maraþonhlaup fyrir 45 ára afmælið á næsta ári.
Lífstíll | 29.8.2008 | 11:56 (breytt 15.9.2008 kl. 14:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23 þátttakendur voru í árlegri Þingeyskri þríþraut númer 7, sem haldin var í fjórða sinn á Laugum en þar áður þrisvar sinnum á Húsavík. 6 konur leystu þraut og 17 karlar. 12 þátttakendur voru af höfuðborgarsvæðinu, 6 frá Akureyri en 5 Þingeyingar. Treglega hefur gengið að auka hlut Norðlendinga og þá sérstaklega Þingeyinga, en á sama tíma fjölgar þátttakendum að sunnan verulega. Þríþrautarmeistari kvenna 2008 var María Ögn Guðmundsdóttir, Mosfellsbæ en hinn öflugi íþróttamaður Steinn Jóhannsson, Hafnarfirði, sigraði með fáheyrðum yfirburðum í karlaflokki. Þórey Rósa Einarsdóttir, Reykjavík, var fljótust kvenna með hálfa þraut og Stefán Viðar Sigtryggsson, Kópavogi, stakk karlana af í hálfri þraut. Tímarnir eru væntanlegir á www.hlaup.is
Í þríþrautinni má sjá þrautþjálfað keppnisfólk því nokkrir eru á leið til Þýskalands í næsta mánuði að keppa í járnkalli (ironman). En svo eru líka trimmarar og fólk sem keppir bara við sjálft sig. Reyndar var það svo í fyrstu þríþrautinni árið 2002 að fólk þurfti að biðja um tímatöku, en flestir létu sér nægja viðmiðið "lokið" og "ekki lokið". Í þeim anda er þríþrautin okkar á Laugum. Við viljum fá almenning til að taka þátt í sundi, hjólreiðum og hlaupum. Eða eins og ágætur starfsmaður þríþrautarinnar sagði eftir að hafa fylgst með ánægðu fólki á besta aldri koma í mark. "Ég hefði átt að vera með sjálf. Hér er fullt af venjulegu fólki, en ekki bara keppnisfólk".
Lífstíll | 17.8.2008 | 22:49 (breytt 16.9.2008 kl. 00:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í lok júlímánaðar felldi umhverfisráðherra úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í febrúar um að ekki þurfi að meta umhverfisáhrif sameiginlega af öllum framkvæmdum tengdum álveri á Bakka við Húsavík.
Þetta kemur á óvart í ljósi þess að í apríl á þessu ári hafnaði sami ráðherra kröfu Landverndar um að fella ákvörðun Skipulagsstofnunar úr gildi. Ráðherrann hafnaði í apríl kröfu Landverndar á þeim forsendum að matsferlið væri komið of langt, en kúventi svo afstöðu sinni í lok júlí.
Nú mun þurfa að meta umhverfisáhrif á öllu í senn; álverinu, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. "Lengir ferlið um nokkrar vikur eða mánuði", segja sumir. En það veit enginn, því umhverfismat hefur ekki verið gert áður með þessum hætti í landinu.
Ég skil þetta ekki og lét segja mér fréttirnar þrisvar. Alla vega passar þetta ekki við afstöðu sama stjórnvalds t.d. til álvers í Helguvík. Er hér verið að gera upp á milli byggðalaga eða kjördæma? Pólitík og stefnumál t.d. um hið "fagra Ísland" eru eitt; þá kippir enginn sér upp við ósamræmi milli missera. Embættisfærsla framkvæmdavaldsins í landinu er annað. Þar skal gæta jafnræðis, heilinda og festu. Þetta er því grafalvarlegt mál.
Stjórnmál og samfélag | 3.8.2008 | 14:10 (breytt 8.8.2008 kl. 12:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Amazon gerir tilboð í TikTok: Bann yfirvofandi
- Tollastríð myndi veikja ríkið í vestri
- Tollar Trumps: Sjáðu listann
- Hlutabréfaverð í Teslu á uppleið eftir dýfu
- Úrslitin högg fyrir Trump
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
- Þúsundir án rafmagns
- Lífstíð fyrir víg raunveruleikastjörnu