Fćrsluflokkur: Ljóđ

Látra-Björg um Reykjadal

Frćg er vísa Egils Jónassonar frá Húsavík um Raufarhöfn:  "Farđu í rassgat Raufarhöfn" o.s.frv.  Svipađa umsögn annars skálds fann ég á Netinu.  Vísan heitir Reykjadalur og höfundurinn er Látra-Björg. Vona ađ birting hennar hafi ekki áhrif á afstöđu nokkurs kjósanda í sameiningarkosningum sveitarfélaganna Ađaldćlahrepps, Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar nćstkomandi laugardag.   Vísan er svona:

Reykjadalur er sultarsveit,

sést hann oft međ fönnum,

ofaukiđ er í ţeim reit

öllum frómum mönnum.

                 Látra-Björg


Ofstuđluđ vísa

Sigurđur Sigurđarson, dýralćknir, kenndi mér ţessa vísu í Vogum í Kelduhverfi á Hvítasunnudag.  Tilefniđ var ţađ ađ Ţingeyingar leituđ logandi ljósi ađ einvherjum til ađ taka viđ ţingmennsku (koma í stađ) Jónasar frá Hriflu.  Fundu ţeir Björn á Brún.  Einhver Helgi á Húsavík, sem ég kann ekki frekari deili á, var mjög áfram um ađ fá Björn í stađ Jónasar.  En vegna efnis vísunnar skal tekiđ fram ađ Helgi var barnlaus.  Ţá átti Egill Jónasson ađ hafa kveđiđ:

Ef ađ Helgi eignast börn,

öll ţau heita lćtur

Björn, Björn, Björn, Björn og Björn,

bćđi syni og dćtur.

 


Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Jan. 2025

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband