Gamlárshlaup á Húsavík 31.12.2010

husavikHljóp gamlárshlaup á Húsavík annað árið í röð.  Hlaupið er frá Sundlauginni upp Laugarbrekkuna, niður að kísilskemmu og eftir fjörunni um bryggjusvæðið allt suður að sláturhúsi.  Þar er farið upp á bakkann og hlaupin Garðarsbrautin norður.  Beygt er upp Ásgarðsveginn og farið fram hjá Framhaldsskólanum um Vallholtsveg, bak við mjólkurstöðina og að sundlauginni.  Síðan annar eins hringur.  Ég náði ungum manni áður en fyrri hringurinn var hálfnaður og ákvað að líma mig bara á hann.  Hafði ekki meiri metnað varðandi tíma.  Ég átti auðvelt með að fylgja honum og það hvarflaði ekki að mér að fara í endasprett við þennan "héra" minn sem ég var búinn að nota 70% af hlaupinu. En hann tók þessu alvarlega og ætlaði alveg að sprengja sig til að halda sætinu.Gaman að þessu, en vert að muna að það er hægt að hafa gaman af svona uppákomum án þess að keppa og metast. Það er mín skoðun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband