Fjögurra skóga hlaup í Fnjóskadal

Nýtt hlaup, Fjögurra skóga hlaupið fer fram í suðurhluta Fnjóskadals 23. júlí nk. Hægt verður að velja um fjórar vegalengdir 4.3 km.   9.3 km. 17.1 km. og 28.8 km. Öll hlaupin enda á sama stað, á íþróttavelli umf. Bjarma sem staðsettur er við þjóðveg 1. austan brúarinnar yfir Fnjóská. Keppendur mæta á Bjarmavöllinn þar sem boðið verður upp á akstur á upphafsstaði. Ræst verður í hlaupin á mismunandi tíma, lengstu vegalengdina fyrst. Allar vegalengdirnar sameinast við gróðrarstöðina í Vaglaskógi síðustu 4.3 km. Þeir skógar sem hlaupið er eftir eru: Vaglaskógur , Lundsskógur, Þórðarstaðaskógur og Reykjaskógur.  Vakin er athygli á þessu hlaupi og bent á heimasíðuna   http://thinghlaup.wordpress.com/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband