Ónýtt kosningamál í Þingeyjarsveit?

Samstaða fékk 5 menn kjörna af 7 í sveitarstjórnarkosninum í Þingeyjarsveit vorið 2014. Listinn lagði það m.a. til að haustið 2014 færi fram íbúakosning í skólahverfi Þingeyjarskóla um framtíðarskipan skólans.

Kjósa átti um fyrirkomulag grunnskólastigsins í "austurhluta sveitarfélagsins"; Hvort það yrði áfram á tveimur starfsstöðvum - Hafralæk og Laugum, (sem kallast hér einu nafni "Þingeyjarskóli") eða hvort sameina skyldi það á einn stað. Íbúakosningin átti að vera bindandi en sveitarstjórn tæki að henni lokinni ákvörðun í málinu. Aðeins íbúar á skólasvæði Hafralækjarskóla og Litlu-Laugaskóla áttu að taka afstöðu til málsins, en þriðji skólinn í sveitarfélaginu er á Stórutjörnum.

Nú í haust kom svo í ljós að hugmyndir Samstöðu um íbúakosningu í "austurhluta" Þingeyjasveitar stóðust líklega ekki stjórnsýslulög. Meirihlutinn fékk þá Félagsvísindastofnun HÍ til að spyrja alla íbúa sveitarfélagsins að einni spurningu um skólamál:  Hvort fólk vildi að Þingeyjarskóli verði starfræktur á einni eða tveimur starfsstöðvum. Íbúar á skólasvæði Stórutjarnarskóla voru líka spurðir.

Brustu þar með rök meirihluta Samstöðu í þessu máli?  Má ætla að meirihlutinn hafi ekki umboð frá kjósendum frá því í kosningunum í vor til að taka afstöðu í málinu? Meirihlutar í sveitarstjórnum á Íslandi hafa sprungið af minna tilefni.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband