Kjördæmamót í bridge á Ísafirði

Helgina 19.-20. maí spilaði ég bridge á kjördæmamóti á Ísafirði.  Gaman að því og ég hitti marga gamla kunningja, aðallega af Austurlandi.  Ég hef ekki oft átt leið til Vestfjarða, kom þangað síðast sumarið 1999;  Brá mér allverulega við að rifja upp íbúatölur í fjórðungnum.  Greinileg fækkun frá þeirri landafræði sem ég lagði síðast á minnið.  Annars var gaman að ferðast um Djúpið og gista í sumarbyggðinni á Súðavík.  Þarna ætti maður auðvitað að koma oftar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þórir, og til hamingju með blogg-síðuna.         Það er alltaf gaman að koma til Ísafjarðar.  Arngeir á Helgastöðum var líka á Ísafirði þessa sömu helgi að kenna Ísfirðingum að glíma. Ég veit ekki hvernig það gekk. Fólksfækkun á vestfjörðum er auðvitað vandamál sem hefur staðið áratugum saman. Þegar ég bjó á Tálknafirði 1990-94 þá var íbúafjöldinn á Patreksfirði c.a 1000 og á Bíldudal 350.  Í dag eru íbúarnir um 700 á Patró og 220 á Bíldó ef ég man þetta rétt.   Líklega fækkar þeim enn á næstu árum.  Ég er reyndar ekki hissa, því það var ömulegt að búa þarna.

Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband