Ofstuðluð vísa

Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, kenndi mér þessa vísu í Vogum í Kelduhverfi á Hvítasunnudag.  Tilefnið var það að Þingeyingar leituð logandi ljósi að einvherjum til að taka við þingmennsku (koma í stað) Jónasar frá Hriflu.  Fundu þeir Björn á Brún.  Einhver Helgi á Húsavík, sem ég kann ekki frekari deili á, var mjög áfram um að fá Björn í stað Jónasar.  En vegna efnis vísunnar skal tekið fram að Helgi var barnlaus.  Þá átti Egill Jónasson að hafa kveðið:

Ef að Helgi eignast börn,

öll þau heita lætur

Björn, Björn, Björn, Björn og Björn,

bæði syni og dætur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband