Alvarlegt brot fyrrum kosningastjóra Samfylkingarinnar

Siðanefnd blaðamannafélagsins komst að þeirri niðurstöðu að Helgi Seljan hafi brotið alvarlega af sér í starfi í umfjöllun sinni um "Jónínumálið".

Forsvarsmenn Kastljóssins halda þó áfram að berja höfðinu við steininn og mótmæla dómnum eins og ungdómnum er kennt að gera ekki.  Hættið að deila við dómarann og standið upp úr sætum dómara hjá dómstól götunnar. Reynið heldur að læra af þessu máli.

Þessi umfjöllun fyrrverandi kosningastjóra Samfylkingarinnar, sem nú hefur verið staðfest að hafi verið alvarlegt bort, hefur líklega kostað Framsókn meira en þau 300 atkvæði sem þurfti til að koma Jóni Sigurðssyni á þing.

Það verður því fróðlegt að sjá viðbrögð stjórnar RÚV ohf og ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins við þessari niðurstöðu.  Páll Magnússon taldi ekkert óeðlilegt við umfjöllunina og varði sína menn og ber auðvitað endanlega ábyrgð á því sem í sjónvarpinu birtist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband