Að finna eigendur fyrir fjár án hirðis

Hlutafjárvæðing Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis orkar tvímælis að mínu mati. Hefur einhver náð að maka krókinn og náð forræði yfir annarra fé?  Það er vel hugsanlegt og þá um leið algerlega siðlaust.   Getur verið að stofnfjáreigendur hafi verið keyptir til þess að afsala sér því gæsluhlutverki sem þeim ber að sinna gagnvart félagslegri sameign eða sjálfseign sem er uppistaða sparisjóðanna? Hvað gengur mönnum til sem segjast leita að eigendum fjár án hirðis? Getur verið að þeim svíði undan þeirri staðreynd eða þá að að þeir skilji ekki tilgang þess, að til skuli vera félagslegt eignarhald af því tagi sem sparisjóðirnir eru grundvallaðir á.  Eða er einhverjar skýringar að finna í því að í gegnum tíðina hefur ekki tekist að uppfæra leikreglur um samvinnufélög og sparisjóði á sama tíma og hlutafélagaformið svínvirkar lagalega og í praksís.  Mun meira síðar.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

SPRON og aðrir sparisjóðir enda allir sem hlutafélag og flestir síðan í samruna við aðra. Það er eðlileg þróun, enda ekki hægt að reka samkeppnisfyrirtæki á lánamarkaði eins og sjoppu á ungmennafélagsballi. Fólk vill fleira en Appelsín, Siríuslengju og lakkrísrör, auk þess sem verðið skiptir máli.

Ég gerðist stofnaðili að SPRON fyrir nokkrum árum og var vitni að þessum bardaga, sem var nauðsynlegur til þess að SPRON færðist til nútímans. Það tókst. En því miður þá seldi ég mest af því þegar hagnaðurinn var "einungis" áttfaldur, ekki 70- faldur eins og hann stefnir í núna eftir hlutafélagsvæðingu. SPRON er sterkt fyrirtæki með eignir í réttum félögum og borgar góðan arð, þess vegna fæst gott verð fyrir það.

Stofnfjáreigendur eru einu réttu aðilarnir til þess að hagnast verulega, þar sem hins vegar eru allir Reykvíkingar eða Íslendingar. Þessir aðrir fá 10 milljarða sjálfseignarsjóð fyrir það að sumir þeirra stunduðu viðskipti við SPRON, en stofnfjáreigendurnir fá meginþorrann, af því að þeir lögðu fram einhverja upphæð fyrir löngu og voru jafnvel með hugsjón fyrir langalöngu.

Ívar Pálsson, 22.7.2007 kl. 23:00

2 identicon

Skýr og góð athugasemd!  Jafnvel þetta með síríuslengjurnar á ungmennafélagsballinu.  En betur hefði farið á því að hagnaði hefði í gegnum tíðina verið ráðstafað  til stofnfjáreigendanna jöfnum höndum.  Þá hefði hagnaðurinn ekki safnast fyrir sem "óráðstafað eigið fé" og fólk keypt sig inn sem stofnfjáraðila á elleftu stundu fyrir hlutafélagavæðingu í því skyni að fá aðgang að "fé án hirðis".  Samvinnufélags- og/eða sparisjóðsformið hefur ekki virkað nógu vel í undangengna áratugi.  Ef það verður ekki bætt úr því munu sparisjóðirnir líklega allir enda sem hlutafélög - eins og þú bendir á - , sbr. viðræður BYR og Sparisjóðs Norðlendinga sem nú standa yfir.  Takk fyrir hressilegt innlegg.

Þórir Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband