Áfram ÍA og hvað varð um ÍBK?

Skagamenn eru á góðri leið í efstu deild karla.  Sérstaklega hefur gengið vel um miðbik keppninnar.  Á sama tíma eru Keflvíkingar heillum horfnir.  Ég er að velta því fyrir mér hvort atvikið umdeilda þegar Bjarni skoraði "óvart" fyrir ÍA á móti þeim í byrjun júlí sitji i þeim.  Það virðist hafa orðið vendipunktur fyrir ÍBK, en ég minnist þess að liðið var frábærlega spilandi í fyrstu leikjum mótsins.  Síðan þetta slysamark var sett gegn ÍBK hafa þeir varla fengið stig.  Getur verið að þetta eina atvik skýri hrun Keflvíkinga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÍBK var lagt niður og nafnið Keflavík var tekið upp einhvern tímanní kringum 1995-2000. Nú veist þú það.

einarsk (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Meira að segja Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag. En fyrir utan það þá hafa þeir losað sig við tvo bestu menn sína í sumar svona rétt fyrir lokun félagaskiptagluggans og ætla sér greinilega ekki lengra að sinni.

Ragnar Bjarnason, 2.9.2007 kl. 21:02

3 identicon

Já, já, en nafnaúrvalið þarna á Suðurnesjum er of mikið fyrir fleiri en mig. Ég bjó einn vetrarpart í Keflavík.  Það eru rúm 20 ár síðan.  Þá hét liðið ÍBK og mætti halda að eins og Rúni Júl vildi halda í Keflavík vildi ég halda í hitt.  En þetta var nú reyndar bara óvart strákar. 

Þórir Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband