Forvarnardagur SÍF - Leiðindum kastað í Goðafoss

Nemendur og starfsfólk Framhaldskólans á Laugum héldu uppá forvarnardag Sambands íslenskra framhaldsskólanema miðvikudaginn 9. apríl. Gengið var frá skólahúsum á Laugum, sem leið lá yfir Fljótsheiði og að Goðafossi, um 9 kílómetra vegalengd.  Gengið var með friði, heilbrigðu líferni, ást, notkun bílbelta, notkun smokka, trausti, kærleika, réttlæti, jafnrétti, velferð, von, samkennd, menntun og fleiru sem hverjum og einum fannst vert að ganga með.  

Allir voru velkomnir að ganga með Laugafólki. Gangan tók u.þ.b. 4 klukkutíma og fengu göngugarpar hressingu á leiðinni, uppá miðri heiði. Þegar komið var að Goðafossi var mælt með því að göngufólk kastaði frá sér leiðinlegum hugsunum til að rýma fyrir öðrum jákvæðari í staðinn.


medmaeli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessaður Þórir Alla Jóa, elska þessi kenninöfn sem öllum var gefið hér áður og fyrr. takk fyrir að leitast eftir því að vera bloggvinur minn, er ég búin að játast þér í þeirri beiðni.
Leiðum hugsunum kastað í Goðafoss, frábært hjá ykkur að suddast  yfir heiði,
í þessari frábæru uppákomu.
Það sem gerðist þarna var brot í rétta átt, en það þarf oftar og meira þar til flestir gera sér grein fyrir hvað er kærleikur og hamingja lífsins.
En öll þurfum við að þroskast og prufa vitleysuna, en ég hef ætíð sagt að barnið býr að fyrstu gerð, og kemur til baka þegar það áttar sig.
                           Kærar kveðjur.
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband