Hálfu Mývatnsmaraþoni lokið þann 31. maí

Fyrsta þolraun sumarsins sem vakti áhuga minn var Mývatnsmaraþon þann 31. maí.  Í ár var þeim atburði flýtt um nokkrar vikur.  Undanfarin ár hefur síðasta helgin í júní verið frátekin hjá fjölskyldunni.  Í ár voru engar afsakanir teknar gildar.   Það var reyndar nóg framboð af afsökunum sem bendir til þess að ég hafi efast um að vera tilbúinn í verkefnið.  En allur fyrirsláttur og afsakanir gleymdust í rásmarkinu; ánægja og vilji til átaka kom fram strax á fyrstu metrunum. 

Þetta var hið ánægjulegasta hlaup.  Veðrið var ekki skemmtilegt til að byrja með, rigning og vindur.  En fyrir þá sem hlaupa úti á Íslandi er það ónæg afsökun.  Eins og við mátti búast hélt ég of hröðu tempói  fyrir mína getu fyrstu kílómetrana.  Ég á víst erfitt með að viðurkenna að ég get ekki haldið í við alvöru hlauparana.  En ég tók mér tak eftir fyrstu 7 km og hægði niður í rétta tempóið fyrir mína hlaupaáætlun.  Það skilaði sér margfalt því eftir 12 km leið mér bara vel og gat haldð uppi ásættanlegum hraða miðað við mínar kröfur.  Það var svo ekki fyrr en við 18 km að ég stífnaði og átti í erfiðileikum með að rúlla á nægum hraða.  Þar fékk ég ofmetnað minn frá í byrjun hlaupsins í bakið, en við það bættist að vindkæling var orðin meiri og ég hafði skilið hlaupajakakkann eftir á drykkjarstöð.  Þá var bara að bita á jaxlinn og skila síðustu kílómetrunum  meira af vilja en mætti eða "á kröftum".

Ég var rúmum 2 mínútum frá "hinu hálfmaraþon-hlaupinu" sem ég hljóp í Reykjavík 2006.  En ánægjan var engu minni.  Þetta var góður dagur í góðum hópi íþróttafólks.  Framkvæmdin á hlaupinu var til fyrirmyndar og allt rúllaði átakalaust.  Gott var að slaka á í jarðböðunum á eftir þar sem fyrirheit voru gefin um frekari hlaup, hjól eða sund í sumar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband