Gleðilegt lýðræði sumra þingeyinga

Það eru kosningar á laugardaginn í Þingeyjarsýslu í hinu nýsameinaða sveitarfélagi Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar.  Um stund leit út fyrir að einn listi væri í kjöri og þar með sjálfkjörinn.  Óljóst er hvernig þá hefði farið með kosningu íbúanna milli þeirra fjögurra nafna sem í boði eru á nýja sveitarfélagið: Aðalþing, Suðurþing, Þingdalir og Þingeyjarsveit.  Greinilegt að séríslenskir stafir eiga uppá pallborðið hjá nefndinni (say no more).  En síðan kom Gleðilistinn fram á elleftu stundu og bjargaði lýðræðislegum kosningum.  Nú getur fólk bæði strikað yfir nöfn frambjóðenda og valið nafn á sveitarfélagið.  Eða eins og maðurinn sagði. "Lýðræði er ekki grín, bara gleði".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem bæði er búið að velja nöfn á lista fyrir okkur til að kjósa og velja 4
hugmyndir af nöfnum úr hópi fjölmargra fyrir okkur til þess að velja úr er hér
eingöngu um takmarkað lýðræði að ræða.

Hvernig hefði verið ef engir listar hefðu boðið fram og við fengið að velja okkur
fólk til forystu?
Hvernig hefði verið að leyfa okkur að kjósa sjálf nafn á nýja sveitarfélagið í stað
þess að leyfa okkur að kjósa á milli nafna sem aðrir hafa kosið að leyfa okkur að
kjósa um?

Það er hins vegar rétt sem þú bendir á að í þessari stöðu sem við erum í þar
sem að minnsta kosti önnur hönd okkar er bundin getum við þó nýtt okkur það
lýðræðislega svigrúm sem við höfum og strikað yfir nöfn (að vísu eingöngu á þeim
lista sem við kjósum að kjósa). Ef einhverjir geta gert það í svo miklu magni að
einhver áhrif hafi til úrslita þá eru það Þingeyingar.

     Lifi lýðræðið!

Aðalsteinn Már (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Þórir Aðalsteinsson

Framtak Gleðilistans bjargaði því sem bjargað varð af lýðræði, úr því sem komið var.  Það hlýtur að teljast sigur í sjálfu sér. Gleðilegt lýðræði!

Þórir Aðalsteinsson, 1.7.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband