Úrskurð umhverfisráðherra þurfti að segja mér þrisvar

Í lok júlímánaðar felldi umhverfisráðherra úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í febrúar um að ekki þurfi að meta umhverfisáhrif sameiginlega af öllum framkvæmdum tengdum álveri á Bakka við Húsavík.  

Þetta kemur á óvart í ljósi þess að í apríl á þessu ári hafnaði sami ráðherra kröfu Landverndar um að fella ákvörðun Skipulagsstofnunar úr gildi.  Ráðherrann hafnaði í apríl kröfu Landverndar á þeim forsendum að matsferlið væri komið of langt, en kúventi svo afstöðu sinni í lok júlí.

Nú mun þurfa að meta umhverfisáhrif á öllu í senn; álverinu, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur.  "Lengir ferlið um nokkrar vikur eða mánuði", segja sumir.  En það veit enginn, því umhverfismat hefur ekki verið gert áður með þessum hætti í landinu.

Ég skil þetta ekki og lét segja mér fréttirnar þrisvar.  Alla vega passar þetta ekki við afstöðu sama stjórnvalds t.d. til álvers í Helguvík.  Er hér verið að gera upp á milli byggðalaga eða kjördæma?  Pólitík og stefnumál t.d. um hið "fagra Ísland" eru eitt; þá kippir enginn sér upp við ósamræmi milli missera.  Embættisfærsla framkvæmdavaldsins í landinu er annað.  Þar skal gæta jafnræðis, heilinda og festu.  Þetta er því grafalvarlegt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Meðalhófið amk ekki haft til hliðsjónar. Hægt að ná fram sömu niðurstöðu með aðskildum umhverfismatsskýrslum verkefnanna. Þau eru heldur ekki algjörlega háð hvort öðru vice versa.

Menn eiga aukin heldur að koma hreint fram og stöðva framkvæmdina frekar en að vera í svona leik það eru það margir sem verða í limbói á eftir.

Bestu kveðjur frá baunum.

Ragnar Bjarnason, 3.8.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta gengur ekki upp en það sem mér fannst nokkuð merkilegt við fund ráðherra á Húsavík um daginn var að hún kom ekki fram með neitt nýtt í málinu og ekki heldur í atvinnumálum.

Þetta er nokkuð merkilegt að það eina sem standi eftir fundinn var að Þórunn mætti og hafði gaman af nokkrum vísum.

Sigurjón Þórðarson, 14.8.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband