23 þátttakendur voru í árlegri Þingeyskri þríþraut númer 7, sem haldin var í fjórða sinn á Laugum en þar áður þrisvar sinnum á Húsavík. 6 konur leystu þraut og 17 karlar. 12 þátttakendur voru af höfuðborgarsvæðinu, 6 frá Akureyri en 5 Þingeyingar. Treglega hefur gengið að auka hlut Norðlendinga og þá sérstaklega Þingeyinga, en á sama tíma fjölgar þátttakendum að sunnan verulega. Þríþrautarmeistari kvenna 2008 var María Ögn Guðmundsdóttir, Mosfellsbæ en hinn öflugi íþróttamaður Steinn Jóhannsson, Hafnarfirði, sigraði með fáheyrðum yfirburðum í karlaflokki. Þórey Rósa Einarsdóttir, Reykjavík, var fljótust kvenna með hálfa þraut og Stefán Viðar Sigtryggsson, Kópavogi, stakk karlana af í hálfri þraut. Tímarnir eru væntanlegir á www.hlaup.is
Í þríþrautinni má sjá þrautþjálfað keppnisfólk því nokkrir eru á leið til Þýskalands í næsta mánuði að keppa í járnkalli (ironman). En svo eru líka trimmarar og fólk sem keppir bara við sjálft sig. Reyndar var það svo í fyrstu þríþrautinni árið 2002 að fólk þurfti að biðja um tímatöku, en flestir létu sér nægja viðmiðið "lokið" og "ekki lokið". Í þeim anda er þríþrautin okkar á Laugum. Við viljum fá almenning til að taka þátt í sundi, hjólreiðum og hlaupum. Eða eins og ágætur starfsmaður þríþrautarinnar sagði eftir að hafa fylgst með ánægðu fólki á besta aldri koma í mark. "Ég hefði átt að vera með sjálf. Hér er fullt af venjulegu fólki, en ekki bara keppnisfólk".
Flokkur: Lífstíll | 17.8.2008 | 22:49 (breytt 16.9.2008 kl. 00:30) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.