Í leit ađ nýju markmiđi

rm08__mg_3655Um síđustu helgi hljóp ég hálft maraţon í Reykjavík og bćtti mig um tćpar tvćr mínútur.  Ég sá marga sem ég ţekkti í rásmarkinu og var nćstum búinn ađ gleyma mér, ţví ég var seinn ađ koma mér fyrir og hefđi mátt teygja betur fyrir hlaupiđ.  Ţarna rakst ég á Ţorberg Inga Jónsson, norđfirđinginn fráa, sem var í startholunum međ ađ setja besta tíma íslendinga ţetta áriđ.  Sjónvarpiđ sá ástćđu til ađ mynda okkur ţar sem viđ stóđum í klósettröđinni viđ MR.  Á Nesveginum hljóp ég samhliđa Eiđi Ađalgeirs, frćnda mínum, sem er ein af fyrirmyndum mínum hvađ varđar langhlaup og ţolraunir.  Ćtli hann sé ekki sá íslendingur sem hlaupiđ hefur flest maraţonhlaup, nokkrum fleiri en Trausti Valdimarsson lćknir?  Viđ gáfum okkur tíma til ađ spjalla á leiđinni, en svo seig hann framúr, enda ţaulvanur hlaupari á ferđ.  Ađstćđur voru mjög góđar og ţetta var vonandi frábćrt hlaup fyrir alla.

Mínar ćfingar og keppnir gengu vel ţetta sumariđ.  Um miđjan ágúst leysti ég Ţingeysku ţríţrautina á rúmlega 4 mínútum skemmri tíma en áđur.  Í lok júlí var ég tćpum tveimur mínútum fljótari međ 21,1 km í Jökulsárhlaupinu.  Fjórđa alvöruhlaupiđ á keppnistímabilinu var svo Mývatsnsmaraţon í lok maí, sem gekk líka vel.  Nú er ađ finna sér ný markmiđ í keppnum, en ég á ađ baki 7x 1/2 maraţon, 1x 27 km óbyggđahlaup, 3x Ólympíska ţríŢraut og 4x 1/2 ţraut.  Ţađ virđist ţví ekki vera út úr kortinu ađ  stefna á 1x maraţonhlaup fyrir 45 ára afmćliđ á nćsta ári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2025

S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband