Um síðustu helgi hljóp ég hálft maraþon í Reykjavík og bætti mig um tæpar tvær mínútur. Ég sá marga sem ég þekkti í rásmarkinu og var næstum búinn að gleyma mér, því ég var seinn að koma mér fyrir og hefði mátt teygja betur fyrir hlaupið. Þarna rakst ég á Þorberg Inga Jónsson, norðfirðinginn fráa, sem var í startholunum með að setja besta tíma íslendinga þetta árið. Sjónvarpið sá ástæðu til að mynda okkur þar sem við stóðum í klósettröðinni við MR. Á Nesveginum hljóp ég samhliða Eiði Aðalgeirs, frænda mínum, sem er ein af fyrirmyndum mínum hvað varðar langhlaup og þolraunir. Ætli hann sé ekki sá íslendingur sem hlaupið hefur flest maraþonhlaup, nokkrum fleiri en Trausti Valdimarsson læknir? Við gáfum okkur tíma til að spjalla á leiðinni, en svo seig hann framúr, enda þaulvanur hlaupari á ferð. Aðstæður voru mjög góðar og þetta var vonandi frábært hlaup fyrir alla.
Mínar æfingar og keppnir gengu vel þetta sumarið. Um miðjan ágúst leysti ég Þingeysku þríþrautina á rúmlega 4 mínútum skemmri tíma en áður. Í lok júlí var ég tæpum tveimur mínútum fljótari með 21,1 km í Jökulsárhlaupinu. Fjórða alvöruhlaupið á keppnistímabilinu var svo Mývatsnsmaraþon í lok maí, sem gekk líka vel. Nú er að finna sér ný markmið í keppnum, en ég á að baki 7x 1/2 maraþon, 1x 27 km óbyggðahlaup, 3x Ólympíska þríÞraut og 4x 1/2 þraut. Það virðist því ekki vera út úr kortinu að stefna á 1x maraþonhlaup fyrir 45 ára afmælið á næsta ári.
Flokkur: Lífstíll | 29.8.2008 | 11:56 (breytt 15.9.2008 kl. 14:41) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.