Styðjum Gísla Sverrisson og fjölskyldu hans

Eftirfarandi tilkynning barst mér í tölvupósti og  birti ég hana hér orðrétt. gislisverris

Gísli Sverrisson er formaður Þríþrautarfélags Norðurlands, sem hefur staðið fyrir þríþraut á Laugum og víðar um Norðurland undanfarin ár. 

"Gísli Sverrisson féll af hjóli sínu 2. september síðastliðinn þar sem hann var við æfingar ásamt félögum í hjólahóp frá líkamsræktar- stöðinni Bjargi á Akureyri.  Við fallið hlaut Gísli hryggbrot og alvarlegan mænuskaða.  Afleiðingar slyssins eru þær að hann er lamaður fyrir neðan brjóstkassa.

Gísla bíður löng sjúkrahúslega og endurhæfing.  Þetta er mikil áfall fyrir hann, konu hans og fjögur börn og mikilvægt að fjárhagslegar áhyggjur bætist ekki ofan á það sem fyrir er.  Fyrir liggja ferðalög fyrir fjölskyldu hans til að styðja við hann í Reykjavík þar sem hann liggur á sjúkrahúsi, auk kostnaðar sem fylgir því að laga sig að breyttum aðstæðum.

Vinir og kunningjar Gísla hafa ákveðið að leggja honum og fjölskyldu hans lið með fjársöfnun.  Í kringum söfnunina verður skíðastaðasprettur þann 20. september n.k.  Nánari upplýsingar um sprettinn eru á www.bjarg.is

Það er einlæg ósk og trú aðstandenda að sem flestir geti lagt Gísla lið með fjárframlagi.  Þú ræður upphæðinni.  Það eina sem þú þarft að gera er að millifæra á söfnunarreikning fyrir Gísla. Reikningurinn er skráður á nafn og kennitölu Gísla.

Reikningsnúmerið er: 0565-14-400216

Gísli Sverrisson: kt. 180561-7069

Aðstandendur og fjölskylda Gísla þakka þér kærlega fyrir veittan stuðning og biðja þig að koma upplýsingunum á framfæri". 

Undir þetta skrifar Hjólahópurinn Bjargi, Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þórir má ég taka þetta af þinni síðu og setja á mína, þegar svona er þá gerum við það yfirleitt það fer kannski víðar.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Þórir Aðalsteinsson

Sæl Milla,

Jú þakka þér fyrir það.  Það er um að gera að dreifa þessum upplýsingum áfram... með þessum hætti eða í tölvupósti.  Þórir

Þórir Aðalsteinsson, 15.9.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir það Þórir mun setja þetta inn hjá mér og biðla til annarra.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband