Í moldviðri síðustu daga keppast embættismenn og kjörnir fulltrúar við að þvo af sér bletti sem á þá falla. Eftirlitsiðnaðurinn í skrifræðinu sem við völdum okkur frá Brussel með EES samningnum, bendir á aðra, og aðrir benda á enn aðra. Allir eru stikkfrí og engin ber ábyrgð á neinu.
Umræðustjórnmál seinni tíma eru ekki að virka við núverandi aðstæður. Nú er lag að sigta út mestu blaðurskjóðunum og senda þær heim af þinginu. Aðeins huti af stjórnmálamönnunum virðast eiga samleið með þjóðinnni þessa októberdaga.
Hér eru e.t.v. komin merki þess að fjórflokka kerfi Jónasar frá Hriflu sé loksins úr sér gengið. Alla vega má vona að einhverjir finnist með bein í nefinu til að leiða þjóðina á réttari brautir en hin bláeygu og rænulausu/grunlausu stjórnvöld hafa valið fyrir okkur.
Og nú vantar þjóðina peninga til að borga ábyrgðir sem þegnar þessa lands voru í án þess að vita af því. Útrásarvíxillinn hefur fallið á komandi kynslóðir. Ráðamenn sögðu að ríkissjóð skulda lítið. En þeir hafa þá gleymt að reikna með þessum risaábyrgðum, eða hvað?
En vill einhver lána Íslandi? Rússar hafa sennilega ekki nægjanlega góða ástæðu til að lána Íslendingum fjóra milljarða evra, eftir að þjóðin komst ekki að í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.
Nú þegar hefur verið leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um mögulega lánafyrirgreiðslu en ekkert er enn komið út úr þeim viðræðum. Ísland er ekki eina þjóðin sem leitað hefur á náðir sjóðsins því Úkraínumenn eru þegar komnir með vilyrði fyrir 14 milljarða dala láni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.10.2008 | 11:39 (breytt kl. 14:06) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Athugasemdir
Rétt hjá þér Þórir það má senda meirihlutann af þingi heim og til dæmis segja öllum þessum hjálparsveinum sem þeir réðu sér til aðstoðar.
Manni dettur nú í hug að sannleikur felist í vorum hugsunum þar um að þingmenn séu eigi starfi sínu vaxnir, annars þyrftu þeir eigi aðstoðarmenn.
Réttast væri að ráða bara nokkra góða einræðisherra til að koma kafbátnum á flot aftur.
Kveðja Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.