Almúginn fái að fella sinn dóm

Allir eru nú stikkfrí á Íslandi.  Eftir marga fréttatíma og lestur blaða er ég litlu nær um það sem raunverulega gerðist.  Sagan sýnir okkur líka að það er erfitt að meta sögulega stórviðburði í sömu andrá og þeir gerast. Segja má að í október hafa átt sér stað heimildasöfnun en uppgjörin eru eftir.  Ég spái því að flestallir kaupsýslumennirnir sleppi með fjárhagstjón og siðadóma almennings, sem þeir taka auðvitað misjafnlega nærri sér.  Bankarnir lenda trúlega í málaferlum þar sem helst verður tekist  á um ábyrgðir innistæðna á erlendri grundu.  Embættismennirnir sleppa í skjóli stjórnmálamannana sem áttu að bera ábyrgð á þeim, en stjórnmálamennirnir sleppa ef ekki verður gengið fljótlega til  kosninga. Fylgi flokkana hýtur að vera gerbreytt, en er það nokkuð svo slæmt?  Kannski ekki, en þaða á enn eftir að nefna almenning sem vissi ekki einu sinni hvað stóð til en tekur svo á sig byrðar og axlar alla ábyrgð. Mér finnst því lágmarkskrafa að sami almenningur fái að axla þá ábyrgð að kjósa sér ný stjórnvöld hið fyrsta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anita Karin Guttesen

Algjörlega sammála....þarf að gera alvöru úr því að stokka upp og vona að almenningur missi svo ekki minnið í nánustu framtíð svo það geti veit pólitíkusunum smá aðhald...annars finnst manni þessi kaup á eyrinni gerast ansi víða í samfélaginu og oft nær en maður heldur....og langar að horfast í augu við. Já...ætli Íslendingar þurfi ekki að virkilega að stíga upp úr þessu eiginhagsmunapoti sem viðgengst endalaust í kringum okkur...því það er staðreynd að það eru allir til í að fá eitthvað í gegnum kunningsskap...en eru svo óttalega hneykslaðir þegar þeir hafa fengið vissa fjarlægð við hliðstæð málefni.

Anita Karin Guttesen, 3.11.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband