Umræða um stöðuveitingu setts dómsmálaráðherra rétt fyrir jólin 2007 er áfram til umræðu. Þegar Árni Matthiesen (D) skipaði Þorstein Davíðsson dómara við héraðsdóm Norðurlands og héraðsdóm Austurlands. Kastljósið ætlar ekki að láta þetta gleymast því þrisvar var málið til umfjöllunar í síðustu viku. En það er einmitt málið. Ráðamenn humma svona mál fram af sér og þjóðin gleymir þeim. En kastljósið mætti skoða embættisveitingar sem þessa frá annari hlið. Hin faglega vinna sem fara á fram í hæfnisnefnd um opinberar stöðuveitingar líður oft fyrir pólitíska skipan í nefndirnar sjálfar. Pólitíska einsleitni í nefndunum, sem varla er tilviljun. Dæmi eru um að í þriggja manna hæfnisnefnd hafi setið eingöngu flokksbundið fólk í sama flokki. Þeirra á meðal einstaklingur sem á sama tíma var í prófkjöri fyrir flokkinn. Og annar sem gegndi pólitískum trúnaðarstörfum á vegum flokksins. Þetta fólk valdi auðvitað flokksbróðir sinn hæfastan umsækjanda. Þetta er gamla Íslands og það sem veldur samfélaginu hvað mestu tjóni nú um stundir. Þetta er "Helvítis fokking fokk". Ég segi: "Burt með spillingarliðið".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.1.2009 | 11:20 (breytt kl. 11:23) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Athugasemdir
Ja hérna Þórir minn það er bara tekið stórt upp í sig hér enda ekki vanþörf á.
Til fjandans með spillingarliðið.
Annars gleðilegt ár til ykkar og takk fyrir svipmót á því liðna.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 18:04
Nú, jæja afsakaðu. Ef þú átt við blótsyrðin þá eru þau úr áramótaskaupinu. Þau eru því ekki eins klúr og þau birtast fólki á prenti? Hvað samtryggingu og flokksræði á Íslandi varðar stend ég við hvert orð. Nú þurfum alvöru lýðveldi og lýðræði. Burt með klíkuskap og samtryggingu. Mér fannst ég reyndar frekar orðvar miðað við tilefnið.
Takk fyrir ábendinguna Milla.
Kveðja, Þórir.
Þórir Aðalsteinsson, 12.1.2009 kl. 20:38
Ekkert að þakka Þórir, nota svona orðbragð er þurfa þykir og þú varst orðvar.
Ég er svo sammála þér og öðrum í þeim efnum sem um ræðir er samt afar hrædd um að við náum eigi okkar fram.
Fólk lætur alltaf undan og gleymir.
Horfði reyndar á skaupið en er þegar búin að gleyma öllu sem þar gerðist, en
ég er nú víst talin skrýtin manneskja í húmor.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2009 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.