Um ófullkomna samkeppni á Íslandi

Getur verið að efnahags- og kerfishrunið á Íslandi megi rekja til ofnotkunar og oftrúar á frjálshyggju við aðstæður þar sem hún gat aldrei notið sín. Getur verið að það kerfi að nota peninga sem mælikvarða og aðgöngumiða að völdum sé bara ekki að virka á Íslandi. Að markaðshagkerfi okkar tíma með blindri trú á nýfrjálshyggju passi íslendingum ekki. Getur verið að félagsleg form í viðskiptalífinu, s.s. samvinna fólks, hafi ekki verið svo glötuð þegar upp er staðið?

Samvinnuhreyfingin lá undir ámæli um fákeppni og einkasölu, eftir 100 ára sögu viðskipta á Íslandi. En fákeppni og einkasala einkennir einmitt íslensk fyrirtæk í nýfrjálshyggjunni. Þau komust í þá stöðu á fáeinum árum á heimamarkaði.  Og samkeppni var eyðilögð á mettíma. Nýfrjálshyggjan kom íslendingum í verri stöðu hvað varðar samkeppnismál. Nú er talað um það sem lausn að setja strangari reglur um nýfrjálshyggjuna. Kannski á að setja reglur um að leyfa "latt fé" í félögum svo grípa megi til þess þegar kreppir að? Eða banna fólki að hirða sameiginlega sjóði forfeðranna með þeim rökum að enginn sé að nota þá? Sumir benda líka á að með því að komast í Evrópusambandið skapist tækifæri fyrir íslensku fyritækin að taka þátt í alvöru samkeppni.  Það tel ég ólíklegt í ljósi þesss að Ísland hefur verið aðili að Evrópska efnahagssvæðinu frá árinu 1994 án þess að það hafi ýtt undir samkeppni innanlands. Sárafá Evrópsk fyrirtæki hafa horft til Íslands og sum þeirra hafa hætt við að koma. 

Svo virðiðst sem  Kína sé  ekki á sama hátt næmt fyrir dominoáhrifum efnahagshrunsins eins og sumar Vesturlandaþjóðir. Það ætla ég alla vega að vona.  Kína virðist standa betur en þær þjóðir sem markvisst færðu alla stjórnun á viðskiptum til "markaðarins" í nýfrjálshyggjubylgju sem gekk yfir Vesturlönd frá Thatcher-Reagan tímanum. 

1936

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband