Hlauparar á Íslandi kusu Jökulsárhlaupið besta hlaup ársins 2008. Kosningin fór fram á www.hlaup.is og fékk hlaupið 9,2 í meðaleinkunn. Einstakir þættir hlaupsins hlutu eftirtaldar einkunnir: Skipulagning 9,6. Hlaupaleið 9,2. Brautarvarsla 10.0 og Tímataka 9,2 svo dæmi séu nefnd. Hlaupið 2008 var sérstaklega vel heppnað, yfir 160 manns tóku þátt í mjög góðu veðri, var jafnvel of heitt.
Hlaupnar eru þrjár vegalengdir í Jökulsárhlaupinu: Frá Dettifossi, Hólmatungum og Vesturdal. Fyrsta hlaupið var haldið árið 2004 og þá í boði Kelduneshrepps. Frumkvæðið að hlaupinu átti Katrín Eymundsdóttir og óska ég henni og sveitungum hennar Keldhverfungum til hamingju, en um 30 sjálfboðaliðar koma að framkvæmd hlaupsins árlega. Án þeirra væri þetta ekki hægt.
Jökulsárhlaupið í ár verður haldið 25. júlí og ég stefni á að mæta í 5. sinn. Það kæmi mér ekki á óvart að þátttaka yrði góð vegna þess að þetta er sennilega skemmtilegasta utanvegahlaup sem í boði er á Íslandi og mjög vel er að þessum viðburði staðið.
Flokkur: Lífstíll | 13.3.2009 | 11:58 (breytt kl. 14:35) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.