Upp með búsáhöldin á ný

Það sem sést hefur af kosningabaráttu lofar ekki góðu. Það er þreytandi að horfa á frambjóðendur röfla sömu gömlu þvæluna í ljósvakamiðlunum og heyrst hefur fyrir margar undangengnar kosningar. Bregði þeir aðeins út af andlausum upptalningum eftir forskrift flokksræðis ættu þáttastjórnendur að  krosspyrja þá til að ná einhverju bitastæðu fram. En þáttastjórnendurnir eru vanafastir og halda að um mismæli hafi verið að ræða eða reyna að þvinga svar sem passar við jarm undangenginna áratuga. Þetta er litlaust með öllu enn sem komið er . En nú eru þær aðstæður uppi í þjóðfélaginu að einstaklingar hljóta að stíga fram sem þora að taka á t.d. siðspillingunni og samtryggingunni. Hvar er nú fólk á borð við Jónas Jónsson frá Hriflu og Vilmund Gylfason?  Voru búsáhöldin barin til einskis?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband