Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
er gefið að tala niðrandi til náunga síns og hæðast að honum, enda á
það varla við nema í þröngum vinahópi. Hann er vandmeðfarinn hinn
þröngsýni gálgahúmor því oft kemur hann upp um þekkingarleysi og
fordóma í garð þess sem háðinu er beint að. Fordómar eru bæði
hættulegir og særandi. Hættan felst í því að þeir geta farið að hafa
áhrif á hegðun þess sem fyrir verður og leitt til mismununar.
Einstaklingur sem dæmdur er út frá fyrirfram gefnum alhæfingum um
tiltekin hóp, er um leið sviptur möguleikanum á að sýna hver hann er í
raun og veru. Sjálfsmyndin brotnar og líðan viðkomandi getur
versnað bæði á líkama og sál. Fordómar eru því ekkert annað en
skaðleg vopn sem beitt er gegn heilsu fólks og veldur það vopn síst
minni skaða þó það sé notað með þröngsýna gálgahúmorinn að
yfirskyni. Sá sem fyrir slíkri aulafyndni verður ætti að upplýsa
hinn ófyndna aula um skaðsemi háðsins og það sem að framan er ritað.
Bloggar | 30.9.2007 | 10:38 (breytt kl. 10:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn einu sinni sýna Skagamenn hvernig á að ná árangri í fótbolta. Minnstu munaði að þeir ynnu leikinn á móti Val. Það má sjá áhrif hins magnaða þjálfara Guðjóns Þórðarsonar skína í gegn. Þetta hlýtur að vera góð leiktíð hjá honum og Skagaliðinu öllu. Sérstaklega er gaman að sjá ungu strákana axla ábyrgð og standa undir henni. Áfram ÍA.
Bloggar | 18.9.2007 | 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 11.9.2007 | 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikur okkar manna gegn spánverjum í gærkvöldi hélt mér hugföngnum frá fyrstu mínútu. Ekki svo að skilja að um hágæðaknattspyrnu hafi verið að ræða, langt í frá. En viljinn var til staðar hjá okkar mönnum sem lögðu sig alla í þennan leik. Mark Emils var stórglæsilegt enda sendingin frá Jóhannesi Karli meistaraverk. Verra var að svo góður spyrnumaður og baráttujaxl sem Jóhannes er hafi ekki spilað allan leikinn. Það var liðsheildin sem var besti maður íslendinga í gærkvöldi og spennandi að sjá hvort takist að halda rétta andanum á miðvikudaginn. Ég bíð spenntur eftir leiknum á móti Norður Írum og hætti hugsanlega á að heimsækja góðkunningja minn, írann Iian Peter, til að horfa á leikinn með honum.
Íþróttir | 9.9.2007 | 17:52 (breytt kl. 17:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undanúrslitaleikurinn í VISA keppni karla var vel spilaður og góð skemmtun. Vonandi fá lánsmenn úr FH að spila úrslitaleikinn sjálfan.
Bloggar | 5.9.2007 | 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá