Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Víxill útrásar fellur á grunlaus stjórnvöld

Í moldviðri síðustu daga keppast embættismenn og kjörnir fulltrúar við að þvo af sér bletti sem á  þá falla.  Eftirlitsiðnaðurinn í skrifræðinu sem við völdum okkur frá Brussel með EES samningnum,  bendir á aðra, og aðrir benda á enn aðra.  Allir eru stikkfrí og engin ber ábyrgð á neinu. 

Umræðustjórnmál seinni tíma eru ekki að virka við núverandi aðstæður.  Nú er lag að sigta út mestu blaðurskjóðunum og senda þær heim af þinginu.  Aðeins huti af stjórnmálamönnunum virðast eiga samleið með þjóðinnni þessa októberdaga.

Hér eru e.t.v. komin merki þess að fjórflokka kerfi Jónasar frá Hriflu sé loksins úr sér gengið.  Alla vega má vona að einhverjir finnist með bein í nefinu til að leiða þjóðina á réttari brautir en hin bláeygu og rænulausu/grunlausu stjórnvöld hafa valið fyrir okkur.

Og nú vantar þjóðina peninga til að borga ábyrgðir sem þegnar þessa lands voru í án þess að vita af því.  Útrásarvíxillinn hefur fallið á komandi kynslóðir.  Ráðamenn sögðu að ríkissjóð skulda lítið.  En þeir hafa þá gleymt að reikna með þessum risaábyrgðum, eða hvað? 

En vill einhver lána Íslandi? Rússar hafa sennilega ekki nægjanlega góða ástæðu til að lána Íslendingum fjóra milljarða evra, eftir að þjóðin komst ekki að í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.

Nú þegar hefur verið leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um mögulega lánafyrirgreiðslu en ekkert er enn komið út úr þeim viðræðum. Ísland er ekki eina þjóðin sem leitað hefur á náðir sjóðsins því Úkraínumenn eru þegar komnir með vilyrði fyrir 14 milljarða dala láni.


Kemur ekki til greina að fara til baka á Laugum

lei_sagnarnam.jpgGrein um þróun skólastarfs á Laugum undanfarin ár birtist nýverið í veftímaritinu Netlu, tímariti um uppeldi og menntun sem kemur út hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.  Í greininni er fjallað um þróunarverkefni í Framhaldsskólanum á Laugum sem fengið hefur heitið "Sveigjanlegt námsumhverfi - persónubundin námsáætlun."  Markmið verkefnisins er m.a. að gera nemendur ábyrgari fyrir námi sínu.  Hefðbundnum kennslustundum hefur verið fækkað en þess í stað vinna nemendur samkvæmt einstaklingsbundinni áætlun í opnum vinnurýmum (vinnustofum) undir leiðsgögn kennara.  Áhersla er lögð á samfelldan skóladag og að nemendur geti lokið námi sínu að mestu á venjulegum vinnutíma.  Persónuleg leiðsögn við nemendur einkennir skólastarfið, sem og fjölbreyttar kennsluaðferðir, leiðsagnarmat og að nýta upplýsingatækni með markvissum hætti í náminu.  Vefritið má lesa á slóðinni www.netla.khi.is/greinar/2008/003/index.htm eða með því að opna word skjalið sem fylgir.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband