Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Gleðilegt lýðræði sumra þingeyinga

Það eru kosningar á laugardaginn í Þingeyjarsýslu í hinu nýsameinaða sveitarfélagi Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar.  Um stund leit út fyrir að einn listi væri í kjöri og þar með sjálfkjörinn.  Óljóst er hvernig þá hefði farið með kosningu íbúanna milli þeirra fjögurra nafna sem í boði eru á nýja sveitarfélagið: Aðalþing, Suðurþing, Þingdalir og Þingeyjarsveit.  Greinilegt að séríslenskir stafir eiga uppá pallborðið hjá nefndinni (say no more).  En síðan kom Gleðilistinn fram á elleftu stundu og bjargaði lýðræðislegum kosningum.  Nú getur fólk bæði strikað yfir nöfn frambjóðenda og valið nafn á sveitarfélagið.  Eða eins og maðurinn sagði. "Lýðræði er ekki grín, bara gleði".

120 ára afmæli í Reykjadal

Ég var í tvöföldu sextugsafmæli í gærkveldi.  Heiðursfólkið og kennarahjónin Gréta Ásgeirsdóttir og Konráð Erlendsson efndu til mannfagnaðar í tilefni af afmælum sínum.  Þau hafa bæði kennt í um 30 ár við Héraðskólann og svo Framhaldsskólann á Laugum. Veislan var skemmtileg, ræður góðar, kveðskapur innan marka og tónlistaratriðin snilld. 

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband