Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Það eru kosningar á laugardaginn í Þingeyjarsýslu í hinu nýsameinaða sveitarfélagi Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar. Um stund leit út fyrir að einn listi væri í kjöri og þar með sjálfkjörinn. Óljóst er hvernig þá hefði farið með kosningu íbúanna milli þeirra fjögurra nafna sem í boði eru á nýja sveitarfélagið: Aðalþing, Suðurþing, Þingdalir og Þingeyjarsveit. Greinilegt að séríslenskir stafir eiga uppá pallborðið hjá nefndinni (say no more). En síðan kom Gleðilistinn fram á elleftu stundu og bjargaði lýðræðislegum kosningum. Nú getur fólk bæði strikað yfir nöfn frambjóðenda og valið nafn á sveitarfélagið. Eða eins og maðurinn sagði. "Lýðræði er ekki grín, bara gleði".
Bloggar | 26.6.2008 | 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var í tvöföldu sextugsafmæli í gærkveldi. Heiðursfólkið og kennarahjónin Gréta Ásgeirsdóttir og Konráð Erlendsson efndu til mannfagnaðar í tilefni af afmælum sínum. Þau hafa bæði kennt í um 30 ár við Héraðskólann og svo Framhaldsskólann á Laugum. Veislan var skemmtileg, ræður góðar, kveðskapur innan marka og tónlistaratriðin snilld.
Vinir og fjölskylda | 8.6.2008 | 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá