Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Alþjóðavæðing CCP - Crowd Control Production

CCP var stofnað árið 1997. Félagið spratt upp af OZ tölvufyrirtækinu og flaggskipið er tölvuleikurinn EVE Online. Framleiðsla þess leikjar hófst árið 2000 og hann kom út árið 2003. Í dag eru 270 þúsund manns áskrifendur og stutt í að þeir verði jafnmargir íslendingum, eða fleiri. Leikurinn EVE Online er spilaður af einum netþjóni og hafa 40 þúsund aðilar spilað leikinn samtímis.

Starfsmannafjöldi var 16 árið 2000 og um 200 manns um árið 2006, en árið 2008 voru starfsmenn orðnir 370. Árin 2005 til 2006 stofnaði CCP skrifstofur bæði í Bandaríkjunum og Kína. Starfsfólk CCP er af 20 þjóðernum og í fyrirtækinu eru töluð um 30 tungumál.


Áfram Latibær

Virði fyrirtækis Magnúsar Sceving og co. er mikð fyrir íslenska hagkerfið. Árið 1995 varð Latibær fyrst kunnur þegar fyrsta bókin kom út og seldist í 5000 eintökum. Árið 2001 var skóbúnaður og klæðnaður settur á markað og var uppseldur á tveimur vikum. Árið 2003 tókust samningar við Nickelodeon Jr í Bandaríkjunum og hjólin tóku að snúast í átt til alþjóðavæðingar. Árið 2007 voru ellefu nytjaleyfisumboðsmenn ráðnir. Latibær hefur nú breiðst út um allar heimsálfur.

Ekki má heldur gleyma lýðfræðilegum hollustuboðskap fyrir yngstu kynslóðina. Internetið er notað í fræðslutilgangi. Gagnvirkir tölvuleikir blómsta og sú nýbreytni að versla Latabæjarvarning af Netinu af einhverjum karekterana í bænum. Svo ekki sé minnst á tónlistina. En helstu tekjur Latabæjar koma af leyfisveitingum (e. Francising). Þetta virðist gott dæmi um skapandi hugsun og árangursríka útrás. Tekjur Latabæjar voru taldar 7,6 milljónir USD árið 2007og að veltan hafi nær tvöfaldast á árinu 2008, þegar verslunarvörur vega mun þyngra. Áfram Latibær!


Upp með búsáhöldin á ný

Það sem sést hefur af kosningabaráttu lofar ekki góðu. Það er þreytandi að horfa á frambjóðendur röfla sömu gömlu þvæluna í ljósvakamiðlunum og heyrst hefur fyrir margar undangengnar kosningar. Bregði þeir aðeins út af andlausum upptalningum eftir forskrift flokksræðis ættu þáttastjórnendur að  krosspyrja þá til að ná einhverju bitastæðu fram. En þáttastjórnendurnir eru vanafastir og halda að um mismæli hafi verið að ræða eða reyna að þvinga svar sem passar við jarm undangenginna áratuga. Þetta er litlaust með öllu enn sem komið er . En nú eru þær aðstæður uppi í þjóðfélaginu að einstaklingar hljóta að stíga fram sem þora að taka á t.d. siðspillingunni og samtryggingunni. Hvar er nú fólk á borð við Jónas Jónsson frá Hriflu og Vilmund Gylfason?  Voru búsáhöldin barin til einskis?

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband