Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
CCP var stofnað árið 1997. Félagið spratt upp af OZ tölvufyrirtækinu og flaggskipið er tölvuleikurinn EVE Online. Framleiðsla þess leikjar hófst árið 2000 og hann kom út árið 2003. Í dag eru 270 þúsund manns áskrifendur og stutt í að þeir verði jafnmargir íslendingum, eða fleiri. Leikurinn EVE Online er spilaður af einum netþjóni og hafa 40 þúsund aðilar spilað leikinn samtímis.
Starfsmannafjöldi var 16 árið 2000 og um 200 manns um árið 2006, en árið 2008 voru starfsmenn orðnir 370. Árin 2005 til 2006 stofnaði CCP skrifstofur bæði í Bandaríkjunum og Kína. Starfsfólk CCP er af 20 þjóðernum og í fyrirtækinu eru töluð um 30 tungumál.
Viðskipti og fjármál | 16.4.2009 | 17:43 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virði fyrirtækis Magnúsar Sceving og co. er mikð fyrir íslenska hagkerfið. Árið 1995 varð Latibær fyrst kunnur þegar fyrsta bókin kom út og seldist í 5000 eintökum. Árið 2001 var skóbúnaður og klæðnaður settur á markað og var uppseldur á tveimur vikum. Árið 2003 tókust samningar við Nickelodeon Jr í Bandaríkjunum og hjólin tóku að snúast í átt til alþjóðavæðingar. Árið 2007 voru ellefu nytjaleyfisumboðsmenn ráðnir. Latibær hefur nú breiðst út um allar heimsálfur.
Ekki má heldur gleyma lýðfræðilegum hollustuboðskap fyrir yngstu kynslóðina. Internetið er notað í fræðslutilgangi. Gagnvirkir tölvuleikir blómsta og sú nýbreytni að versla Latabæjarvarning af Netinu af einhverjum karekterana í bænum. Svo ekki sé minnst á tónlistina. En helstu tekjur Latabæjar koma af leyfisveitingum (e. Francising). Þetta virðist gott dæmi um skapandi hugsun og árangursríka útrás. Tekjur Latabæjar voru taldar 7,6 milljónir USD árið 2007og að veltan hafi nær tvöfaldast á árinu 2008, þegar verslunarvörur vega mun þyngra. Áfram Latibær!
Viðskipti og fjármál | 16.4.2009 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 7.4.2009 | 14:14 (breytt kl. 14:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá