Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Jafnræðisreglan var sett í stjórnarskrána árið 1995 er talið að hún hafi réttarfarslegt gildi fyrir þann tíma sem óskráð regla. Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir ómálefnalega mismununun; að sambærileg mál fái sambærilega úrlausn. Athyglisvert er að reglan bannar ekki mismunun sem slíka heldur bannar hún mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða. (heimild: Vísindavefurinn)
Heimfæra má jafnræðisregluna á viðskiptalífið með algengri réttarheimild, sem er lögjöfnun. Ef regla gildir um A en ekki um B, og A og B eru sambærileg tilfelli, má beita reglum um A á B! Neyðarlögin hljóta t.d. að vera á dökkgráu svæði varðandi mismunun íslenskra og erlendra innistæðueigenda í bönkunum á þeim tíma. Og afar umhugsunarvert er hvort inngrip og fjárframlög ríksisins í ca. 99% af bankamarkaðinum feli í sér mismunun gagnvart þeim örfáu sparisjóðum sem ekki þáðu ríkisaðstoð. En þessi atriði eru þó bara sýnishorn af miklu úrvali dæma í endurreisn bankakerfisins sem ekki er víst að standist jafnræðisregluna.
Stjórnmál og samfélag | 30.6.2011 | 09:54 (breytt kl. 09:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Soffía Anna Steinarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Dvalarheimilisins Hvamms á Húsavík, setti nokkur orð á blað um hlutverk stjórna öldrunarstofnana á Íslandi. Hún gerði grein fyrir því að á Hvammi er stjórnin valin pólitískt og segist sjálf sannfærð um að ef stjórnir þessara stofnana væru mannaðar fagfólki, t.d. læknum, hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum, viðskiptafræðingum eða lögfræðingum - í stað stjórnmálamanna, - þá væru þær virkari og gerðu meira gagn.
Ég las grein Soffíu þegar henni var sagt upp störfum. Ástæðan fyrir uppsögninni m.a. sögð ósanngjörn gagnrýni á stjórn Hvamms í þessari grein. Það gat ég engan veginn lesið úr þessum skrifum. Þarna er einfaldlega um að ræða gagnrýni og skoðanir þess sem þekkir til og hefur áhuga á úrbótum. Greinin er ágætlega skrifuð, skýr og hæfilega löng. Hún ætti að vera velkomin og sjálfsögð í umræðu og skoðanaskipti um úrbætur. - Engin brottrekstrarsök.
Hér virðast stjórnmálamennirnir gleyma hugmyndinni um hið "Nýja Ísland" í kjölfar hrunsins. Viðbrögð fulltrúa pólitíkurinnar við þessum skrifum voru í það minnsta önnur en mín. Um allt aðra túlkun þeirra á skoðunum Soffíu geta áhugasamir lesið í héraðsfréttablaðinu Skarpi.
Stjórnmál og samfélag | 22.6.2011 | 13:47 (breytt kl. 14:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá