Er ţađ hvalur sem veltur ţarna niđur götuna?

Kallađi nágranni minn á eftir mér í fyrsta skipti sem ég vogađi mér út ađ skokka.  Ţá var ég 25 kg. yfir kjörţyngd; hafđi ţyngst verulega eftir ađ ég hćtt ađ reykja.  Ég dróst á milli ljósastaura móđur og másandi en síđan eru liđin fimm ár.  Í dag hef ég náđ flestum aukakílóunum af mér og tekiđ ţátt í almenningshlaupum, m.a. hálfmaraţoni.  Ţá hef ég keppt 5 sinnum í ţríţraut.  Byrjađ á hálfri ţraut og vann mig upp í ólympíska ţraut.  Nei ţađ var ekki hvalur sem valt niđur götuna.  Ég stend í ćvarandi ţakkarskuld viđ nágrannann fyrir ţessa niđrandi athugasemd ţví ţetta mótlćti í upphafi hefur fekar hvatt mig en latt á hlaupum mínum. 

Sama ríkisstjórn áfram?

Einhverjar líkur virđast á ţví ađ ríkisstjórnin sitji áfram.  Samkvćmt fréttum virđist sem  fjármálamarkađurinn sé sáttur viđ ţađ.  Kannski er ţađ svo ađ íbúar landsbyggđarinnar, ţar sem fylgi Framsóknar er mest, séu sáttir viđ ţađ.  Ég held ađ Framsókn ćtti ađ fara í naflaskođun hiđ fyrsta.  Ósamkomulag milli manna gćti stafađ af ţví ađ flokkurinn hefur veriđ viđ völd of lengi (32 ár í stjórn af síđustu 36).  Nú ţarf ađ hugsa meira um hugmyndafrćđina, félagshyggju og sammvinnu.  Byggja á upp innra starfiđ nćstu misserin og ţar er Jón Sigurđsson réttur mađur á réttum stađ. 


Niđurstöđur kosninga - Framsókn tapar stórt

Ţá hefur ţjóđin fellt sinn dóm.  Of langt mál vćri ađ telja upp ţađ sem lesa má út úr kosningaúrslitunum.  Lćt ég stjórnmálaskýrendur um ţađ.  Ljóst má ţó vera ađ umhverfissjónarmiđ sigruđu.  Í ţeim málaflokki hefur Framsóknarflokkurinn orđiđ undir í áróđursstríđi.  Ţá er ljóst ađ Framsóknarflokknum er ekki treyst til ađ  starfa ađ velferđarmálum eftir 12 ára samstarf viđ Íhaldiđ.  Framsóknarflokkurinn er jú flokkur félagshyggju og samvinnu.  Ţar ţarf ađ greina hann enn betur frá Sjálfstćđisflokknum.  


Ţingeysk ţríţraut 11. ágúst í sumar

Undanfarin fimm ár hefur veriđ haldin ţríţraut í Ţingeyjarsýslu, oftast á Húsavík.  Síđustu tvö ár hefur veriđ synt Laugum, hjólađ til Húsavíkur og hlaupiđ ţar.  Í fyrra voru 17 ţátttakendur og hafa sumir tekiđ ţátt frá upphafi.  Í sumar verđur bođiđ uppá ólympíska ţraut, sem er 1500 metra sund, 40 kílómetra hjólreiđar og 10 kílómetra hlaup.  Ađ sjálfsögđu er hćgt ađ taka ţátt međ ţví ađ fara styttri vegalengdir eđa einbeita sér ađ einni grein.  Nánar síđar.

Jón Sigurđsson og Framsókn í tilvistarkreppu

Í gćr sat ég ca. 50 manna opin fund á Gamla Bauk á Húsavík međ Jóni Sigurđssyni, formanni  Framsóknarflokksins, og frambjóđendum flokksins í Norđausturkjördćmi.  Flokkurinn hefur átt undir högg ađ sćkja í kosningabaráttunni.  Jón getur sett svip sinn á íslensk stjórnmál nćstu árin, fái hann tćkifćri til ţess.  Ađ mínu mati ţarf Framsóknarflokkurinn á leiđsögn Jóns ađ halda viđ endurskipulagningu flokksins.   Jón er bćđi skynsamur og farsćll mađur.

Stjórnmál 21. aldarinnar

Mikiđ er um stjórnmálaskýringar á blogginu nú í ađdraganda kosninga. Mér finnst sem fjórflokkakerfiđ, sem Jónas Jónsson frá Hriflu er ađalhöfundur ađ, lifi enn góđu lífi.  Ég trúi ţví ađ stjórnmál 21. aldarinnar muni áfram snúast um hugtökin vinstri og hćgri, en ađ viđ munum sjá fleiri víddir og áherslur.  Umhverfismálin eru reyndar ađ koma sterk inn síđasta áratuginn og vísbending um ţátttöku minnihlutaópa í stjórnmálum sást fyrir ţessar kosningar.  Aldrađir og öryrkjar settu sig í stellingar en hćttu viđ. Ótrúlegt hvađ leiksviđ stjórnmálanna hefur lítiđ breyst í heila öld.   


Einhverntíma hafa allir byrjađ

Allir hafa einhverntíma byrjađ. Nú er ég sem sagt byrjađur ađ blogga.

« Fyrri síđa

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2025

S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband