Færsluflokkur: Bloggar
Samstaða fékk 5 menn kjörna af 7 í sveitarstjórnarkosninum í Þingeyjarsveit vorið 2014. Listinn lagði það m.a. til að haustið 2014 færi fram íbúakosning í skólahverfi Þingeyjarskóla um framtíðarskipan skólans.
Kjósa átti um fyrirkomulag grunnskólastigsins í "austurhluta sveitarfélagsins"; Hvort það yrði áfram á tveimur starfsstöðvum - Hafralæk og Laugum, (sem kallast hér einu nafni "Þingeyjarskóli") eða hvort sameina skyldi það á einn stað. Íbúakosningin átti að vera bindandi en sveitarstjórn tæki að henni lokinni ákvörðun í málinu. Aðeins íbúar á skólasvæði Hafralækjarskóla og Litlu-Laugaskóla áttu að taka afstöðu til málsins, en þriðji skólinn í sveitarfélaginu er á Stórutjörnum.
Nú í haust kom svo í ljós að hugmyndir Samstöðu um íbúakosningu í "austurhluta" Þingeyjasveitar stóðust líklega ekki stjórnsýslulög. Meirihlutinn fékk þá Félagsvísindastofnun HÍ til að spyrja alla íbúa sveitarfélagsins að einni spurningu um skólamál: Hvort fólk vildi að Þingeyjarskóli verði starfræktur á einni eða tveimur starfsstöðvum. Íbúar á skólasvæði Stórutjarnarskóla voru líka spurðir.
Brustu þar með rök meirihluta Samstöðu í þessu máli? Má ætla að meirihlutinn hafi ekki umboð frá kjósendum frá því í kosningunum í vor til að taka afstöðu í málinu? Meirihlutar í sveitarstjórnum á Íslandi hafa sprungið af minna tilefni.
Bloggar | 17.12.2014 | 19:13 (breytt kl. 20:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 9.11.2008 | 14:54 (breytt kl. 16:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjálfari knattspyrnuliðs Völsunga á Húsavík kveðst hafa hætt störfum vegna dómgæslu og hvernig dómarar eru búnir að haga sér gegn Völsungi þetta sumarið. Í héraðsfréttablaðinu Skarpi er fjallað um málið í dag. Ýmis ummæli þjálfarans fyrrverandi verða tekin fyrir hjá úrskurða- og aganefnd KSÍ, en formaður Völsungs segist vonast til að sverðin verði slíðruð.
Ég sleppi öllum palladómum um frammistöðu hins unga liðs Völsunga í sumar, en ég er tryggur stuðningsmaður liðsins. Lengi hef ég líka haldið með Skagamönnum í efstu deild, en í þeim herbúðum er sama sorgarsagan í sumar. Þjálfarinn heldur því fram að dómarar séu á móti Skagaliðinu og sýni þeim gul og rauð spjöld, langt umfram landsmeðaltal.
Mér er nóg boðið og leiðist þessi umræða. Getur verið að liðin mín nái ekki að sýna getu sína inni á vellinum af því að þjálfararnir eru uppteknir af því að kenna dómaranum um slaka frammistöðu? Ég trúi því að betri árangur náist ef þjálfarinn sýnir leikmönnum gott fordæmi og notar krafta sína og einbeitingu í annað en að svívirða dómara fyrir þeirra störf. Og vel á minnst; ég held að þjálfarinn á Skaganum ætti líka að taka pokann sinn, nema því aðeins að hann hætti hið snarasta þeim ósið rífa kjaft við dómarann.
Bloggar | 18.7.2008 | 22:59 (breytt kl. 22:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 26.6.2008 | 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
er gefið að tala niðrandi til náunga síns og hæðast að honum, enda á
það varla við nema í þröngum vinahópi. Hann er vandmeðfarinn hinn
þröngsýni gálgahúmor því oft kemur hann upp um þekkingarleysi og
fordóma í garð þess sem háðinu er beint að. Fordómar eru bæði
hættulegir og særandi. Hættan felst í því að þeir geta farið að hafa
áhrif á hegðun þess sem fyrir verður og leitt til mismununar.
Einstaklingur sem dæmdur er út frá fyrirfram gefnum alhæfingum um
tiltekin hóp, er um leið sviptur möguleikanum á að sýna hver hann er í
raun og veru. Sjálfsmyndin brotnar og líðan viðkomandi getur
versnað bæði á líkama og sál. Fordómar eru því ekkert annað en
skaðleg vopn sem beitt er gegn heilsu fólks og veldur það vopn síst
minni skaða þó það sé notað með þröngsýna gálgahúmorinn að
yfirskyni. Sá sem fyrir slíkri aulafyndni verður ætti að upplýsa
hinn ófyndna aula um skaðsemi háðsins og það sem að framan er ritað.
Bloggar | 30.9.2007 | 10:38 (breytt kl. 10:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn einu sinni sýna Skagamenn hvernig á að ná árangri í fótbolta. Minnstu munaði að þeir ynnu leikinn á móti Val. Það má sjá áhrif hins magnaða þjálfara Guðjóns Þórðarsonar skína í gegn. Þetta hlýtur að vera góð leiktíð hjá honum og Skagaliðinu öllu. Sérstaklega er gaman að sjá ungu strákana axla ábyrgð og standa undir henni. Áfram ÍA.
Bloggar | 18.9.2007 | 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 11.9.2007 | 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undanúrslitaleikurinn í VISA keppni karla var vel spilaður og góð skemmtun. Vonandi fá lánsmenn úr FH að spila úrslitaleikinn sjálfan.
Bloggar | 5.9.2007 | 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 1.8.2007 | 16:13 (breytt 7.8.2007 kl. 10:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 7.6.2007 | 10:18 (breytt kl. 10:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá