Jökulsárhlaup í ágætu veðri

Hljóp úr Hólmatungum niður í Ásbyrgi; 22,1 km langa leið á laugardaginn.  Það var Jökusárhlaupið annálaða.  Norðangola var, en súld var óveruleg í fyrri hluta hlaupsins.  Bætti persónulegan árangur minn um 4 mínútur, en þetta var í þriðja skipti sem ég tek þátt í þessu bráðskemmtilega hlaupi.  Þátttakenur voru ca. 70, sem var nær helmingi minni þátttaka en í fyrra.  Og ástæðan fyrir því er auðvitað sú að "veðurfræðingar ljúga" því þeir spáðu rigningu framan af vikunni, sem fældi örugglega marga frá.  Gaman var að sjá hve margir sterkir hlauparar tóku þátt.  Og fékk ég mörg góð ráð varðandi útfærslu hlaupsins.  Ef þátttakendum hefði verið skipt upp í "hlaupara" og "skokkara" þá tilheyri ég síðarnefnda hópnum.  Fyrir mér er þetta lífstíll og ég er að keppa við sjálfan mig fyrst og fremst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband