Barðsneshlaup með góðum hópi hlaupara

Ég tók lokapróf mitt í því að breyta um lífstíl um Verslunarmannahelgina.  Nú er að setja sér ný markmið.  Breytingin á lífstílnum fólst í agaðra mataræði og stóraukinni hreyfingu.  Það var sjúkaþjálfari í hlutverki einkaþjálfara sem lagði línurnar fyrir mig fyrir tveimur árum og 22 kílóum.  Barðsneshlaupið, 27 km torfæruhlaup um þrjá firði á Austurlandi, var markmiðið leynt og ljóst en það er óráðlegt að leggja í slíkt erfiði berandi of mörg aukakiló, auk þess sem þjálfa þarf vöðva hér og þar sem verið hafa í afslöppun í áratugi.  Skemmst er frá því að segja að ég skemmti mér vel og Barðsneshlaupið stóð undir væntingum.  Þátttakendur voru um 40, þar af nokkrir fyrrum samstarfsmenn mínir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, þ.á.m. þrír læknar, og ýmsir kunningjar úr Fjarðabyggð.  Á fyrrum vinnustað mínum FSN fékk ég þessa ágætu hugmynd að breyta um lífsstíl til að koma í veg fyrir menningarsjúkdóma vesturlandabúa; en bara með því að minnka kviðfitu dregur úr líkum á nokkrum þeirra.  Þetta mættu fleiri hugsa um og endurhæfa sjálfa sig með leiðsögn fagfólks. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband