Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Sparisjóðirnir endurreistir; en hvernig?

Nú er liðið á annað ár frá bankahruninu og endurreisn íslenska bankakerfisins hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Endurreisn Sparisjóðanna gæti skýrst í ársbyrjun 2010, en nú eru 12 sparisjóðir eftir í landinu og hafa 8 óskað eftir ríkisframlagi en 4 ekki.

Síðastliðið sumar var gerð breyting á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem sparisjóðum er heimilt að hafa samstarf meðal annars um eftirfarandi verkefni, enda sé slíkt gert á almennum viðskiptalegum forsendum:

a. ráðgjöf um áhættustýringu,

b. rekstur upplýsingakerfa,

c. öryggiseftirlit,

d. starfsemi innri endurskoðunardeilda,

e. bakvinnsla, bókhald, greining og skýrslugerð til eftirlitsstofnana,

f. lögfræðiráðgjöf, samningar og samskipti við birgja,

g. vöruþróun og markaðssamstarf um sameiginleg vörumerki,

h. fræðsla og upplýsingagjöf,

i. innlend og erlend greiðslumiðlun og þjónusta við erlend viðskipti.

Þetta er rýmkun á fyrirkomulagi sem áður var viðhaft í sparisjóðafjölskyldunni og um leið staðfesting á því að samstarf sparisjóða á þessum sviðum telst ekki brjóta samkeppnislög.

Framtíð sparisjóðanna, sem svæðisbundinna bankastofnanna í félagslegri eigu veltur mikið á því hvernig fjármálakerfi verður byggt upp á Íslandi.  Ríkið virðist geta lagt línurnar að einhverju leyti hvað varðar sparisjóðina. Velta má upp eftirtöldum spurningum:

-        Hvernig fjármálastofnanir eiga að vera í landinu (viðskipta- og/eða fjárfestingabankar)?

-        Hversu margar eiga stofnanirnar að vera (samkeppnissjónarmið)?

-        Er pláss (hilla) fyirr sparisjóðina á markaðnum?

-        Hvernig geta sparisjóðirnir aðgreint sig á markaðnum?

-        Hvernig á samstarf sparisjóðanna að vera?

-        Á að sameina alla sparisjóði í eigu ríkisins og e.t.v. fleiri?

-        Á ríkið að endurselja stofnfjárhlut sinn á starfssvæði sparisjóðanna? 

 Nóg í bili...er


Alþjóðavæðing CCP - Crowd Control Production

CCP var stofnað árið 1997. Félagið spratt upp af OZ tölvufyrirtækinu og flaggskipið er tölvuleikurinn EVE Online. Framleiðsla þess leikjar hófst árið 2000 og hann kom út árið 2003. Í dag eru 270 þúsund manns áskrifendur og stutt í að þeir verði jafnmargir íslendingum, eða fleiri. Leikurinn EVE Online er spilaður af einum netþjóni og hafa 40 þúsund aðilar spilað leikinn samtímis.

Starfsmannafjöldi var 16 árið 2000 og um 200 manns um árið 2006, en árið 2008 voru starfsmenn orðnir 370. Árin 2005 til 2006 stofnaði CCP skrifstofur bæði í Bandaríkjunum og Kína. Starfsfólk CCP er af 20 þjóðernum og í fyrirtækinu eru töluð um 30 tungumál.


Áfram Latibær

Virði fyrirtækis Magnúsar Sceving og co. er mikð fyrir íslenska hagkerfið. Árið 1995 varð Latibær fyrst kunnur þegar fyrsta bókin kom út og seldist í 5000 eintökum. Árið 2001 var skóbúnaður og klæðnaður settur á markað og var uppseldur á tveimur vikum. Árið 2003 tókust samningar við Nickelodeon Jr í Bandaríkjunum og hjólin tóku að snúast í átt til alþjóðavæðingar. Árið 2007 voru ellefu nytjaleyfisumboðsmenn ráðnir. Latibær hefur nú breiðst út um allar heimsálfur.

Ekki má heldur gleyma lýðfræðilegum hollustuboðskap fyrir yngstu kynslóðina. Internetið er notað í fræðslutilgangi. Gagnvirkir tölvuleikir blómsta og sú nýbreytni að versla Latabæjarvarning af Netinu af einhverjum karekterana í bænum. Svo ekki sé minnst á tónlistina. En helstu tekjur Latabæjar koma af leyfisveitingum (e. Francising). Þetta virðist gott dæmi um skapandi hugsun og árangursríka útrás. Tekjur Latabæjar voru taldar 7,6 milljónir USD árið 2007og að veltan hafi nær tvöfaldast á árinu 2008, þegar verslunarvörur vega mun þyngra. Áfram Latibær!


Þynnast enn raðir þingeyinga - stóriðju vantar

Skarpur, blað allra þingeyinga, greinir frá fólksfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum á árinu 2007.  Í anda jákvæðrar ritstjórnarstefnu blaðsins og óbilandi bjartsýni Þingeyinga á sjálfa sig (heimótti segja sumir); var greinin samanþjöppuð á næstöftustu vinstri síðu.  Engin tilraun er gerð til þess að túlka tölurnar í fyrirsögn, enda er þróunin í sýslunni nær alls staðar neikvæð, nema kannski í þéttbýlinu á Laugum í Reykjadal þar sem fjölgaði um 8,2%.  Íbúar stærsta sveitarfélagsins Norðurþings, sem nýverið var sameinað úr Húsavík, Reykjahverfi, Kelduhverfi, Kópaskeri og Raufarhöfn, eru  nú 2.970 og með sömu þróun verða þeir orðnir jafnfáir og íbúar Húsavíkur einnar voru um 1980! Þingeyingum hefur fækkað um 2,1% á árinu, sem er meiri fækkun en verið hefur undanfarin ár.  Þingeyingar eru nú einungis 4.964 talsins.

Nú má ekki bíða stundinni lengur eftir því að taka ákvörðun um álversframkvæmdir á Bakka  með vistvænum orkugjöfum sýslunnar.  Það er góð tímasetning einmitt nú þegar hagkerfið snýst hægar,hlutabréfin lækka og ekki má veiða fisk.  En það síðasttalda, aflasamdráttur, hefur verið ein af meginskýringunum fyrir kreppum og samdrætti í efnahagslífi Íslendinga frá stofnun lýðveldisins.  Hinar meginskýringarnar hafa verið olíuverðshækkanir og verðfall á mörkuðum fyrir fisk.

Koma svo.  Sérstaklega ráðherrar samfylkingarinnar.  Ákvörðunin um að styðja stóriðja en stoppa hana alls ekki er bæði réttari og léttari nú í ársbyrjun 2008. 


Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband