Þynnast enn raðir þingeyinga - stóriðju vantar

Skarpur, blað allra þingeyinga, greinir frá fólksfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum á árinu 2007.  Í anda jákvæðrar ritstjórnarstefnu blaðsins og óbilandi bjartsýni Þingeyinga á sjálfa sig (heimótti segja sumir); var greinin samanþjöppuð á næstöftustu vinstri síðu.  Engin tilraun er gerð til þess að túlka tölurnar í fyrirsögn, enda er þróunin í sýslunni nær alls staðar neikvæð, nema kannski í þéttbýlinu á Laugum í Reykjadal þar sem fjölgaði um 8,2%.  Íbúar stærsta sveitarfélagsins Norðurþings, sem nýverið var sameinað úr Húsavík, Reykjahverfi, Kelduhverfi, Kópaskeri og Raufarhöfn, eru  nú 2.970 og með sömu þróun verða þeir orðnir jafnfáir og íbúar Húsavíkur einnar voru um 1980! Þingeyingum hefur fækkað um 2,1% á árinu, sem er meiri fækkun en verið hefur undanfarin ár.  Þingeyingar eru nú einungis 4.964 talsins.

Nú má ekki bíða stundinni lengur eftir því að taka ákvörðun um álversframkvæmdir á Bakka  með vistvænum orkugjöfum sýslunnar.  Það er góð tímasetning einmitt nú þegar hagkerfið snýst hægar,hlutabréfin lækka og ekki má veiða fisk.  En það síðasttalda, aflasamdráttur, hefur verið ein af meginskýringunum fyrir kreppum og samdrætti í efnahagslífi Íslendinga frá stofnun lýðveldisins.  Hinar meginskýringarnar hafa verið olíuverðshækkanir og verðfall á mörkuðum fyrir fisk.

Koma svo.  Sérstaklega ráðherrar samfylkingarinnar.  Ákvörðunin um að styðja stóriðja en stoppa hana alls ekki er bæði réttari og léttari nú í ársbyrjun 2008. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband