Færsluflokkur: Lífstíll
Nýtt hlaup, Fjögurra skóga hlaupið fer fram í suðurhluta Fnjóskadals 23. júlí nk. Hægt verður að velja um fjórar vegalengdir 4.3 km. 9.3 km. 17.1 km. og 28.8 km. Öll hlaupin enda á sama stað, á íþróttavelli umf. Bjarma sem staðsettur er við þjóðveg 1. austan brúarinnar yfir Fnjóská. Keppendur mæta á Bjarmavöllinn þar sem boðið verður upp á akstur á upphafsstaði. Ræst verður í hlaupin á mismunandi tíma, lengstu vegalengdina fyrst. Allar vegalengdirnar sameinast við gróðrarstöðina í Vaglaskógi síðustu 4.3 km. Þeir skógar sem hlaupið er eftir eru: Vaglaskógur , Lundsskógur, Þórðarstaðaskógur og Reykjaskógur. Vakin er athygli á þessu hlaupi og bent á heimasíðuna http://thinghlaup.wordpress.com/
Lífstíll | 12.7.2011 | 10:13 (breytt kl. 10:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífstíll | 12.5.2011 | 13:50 (breytt kl. 14:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þríþrautin fór fram 15. ágúst 2010 á Laugum. Hjólað var að Tjörn og til baka, en hlaupinn Austurhlíðarhringur. Stoppað var á milli sunds og hjóls, sem kemur í veg fyrir að árangur keppenda sé skráður löglega á afrekaskra. Til stendur að breyta þessu á næsta ári. Við Kári Páll og Gísli fengum liðsstyrk hjólahópsins á Bjargi við undirbúning. Vel var að honum staðið og allt fór vel fram. Um 25 keppendur voru mættir og veður var prýðilegt. Gaman að sjá fólk koma alltaf aftur og aftur á Lauga til að taka þátt í þessu ágæta móti. Nú þurfum við Kári að halda það einu sinni enn til að geta státað okkur af því að hafa leyst þessa þraut 10 ár í röð.
Lífstíll | 12.5.2011 | 13:46 (breytt kl. 16:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífstíll | 12.5.2011 | 13:42 (breytt 13.5.2011 kl. 12:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta maraþonið mitt var Mývatnsmaraþon við ágætar aðstæður 29. maí 2010. Ég hljóp með áætlun uppá 5 mín og 30 sek pr. km. Ætlaði að halda því fyrstu 30 km og gekk það prýðilega eftir. Síðan fór að þyngjast verulega , eins og búast mátti við því svona hlaup hefst eftir 30 km segja margir. Samt náði ég fram úr tveimur hlaupurum á seinni hlutanum. Þessi skynsamlega útfærsla tryggði að ég náði takmarkinu sem var að klára á undir 4 klst. Kláraði mig ekki alveg því ég var bara góður i skrokknum á eftir og afskaplega sáttur auðvitað. Tími minn var 3:56,59.
Lífstíll | 1.11.2010 | 13:18 (breytt 22.6.2011 kl. 14:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gamlárshlaup var haldið í fyrsta skipti á Húsavík á gamlársdag 2009 og fór það fram í góðu veðri. Logn var, frost um -1 gráða en nokkuð hált var undir fæti. Þátttaka var mjög góð en um 40 manns hlupu eða gengu þær vegalengdir sem í boði voru. Að sögn Ingólfs Freyssonar eins þeirra sem að hlaupinu stóðu mættu margir í búningum sem gerði hlaupið lifandi og skemmtilegt. Það hófst með því að rakettu var skotið á loft og þegar þátttakendur komu í mark var þeim boðið í sund í Sundlaug Húsavíkur. (úrdráttur úr frétt 640.is)
Lofsvert framtak hjá Húsvíkingum. Ég hljóp þetta á slökum tíma, en hafði gaman af því engu að síður. Verð vonandi í betra formi að ári, en ástæða er til að ætla að þetta hlaup sé komið til að vera. Til hamingju með það, Guðmundur Árni, Guðrún, Ingólfur og co.
Myndin er frá Reykjavíkurmaraþoni 2006.
Lífstíll | 4.1.2010 | 11:50 (breytt kl. 12:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlauparar á Íslandi kusu Jökulsárhlaupið besta hlaup ársins 2008. Kosningin fór fram á www.hlaup.is og fékk hlaupið 9,2 í meðaleinkunn. Einstakir þættir hlaupsins hlutu eftirtaldar einkunnir: Skipulagning 9,6. Hlaupaleið 9,2. Brautarvarsla 10.0 og Tímataka 9,2 svo dæmi séu nefnd. Hlaupið 2008 var sérstaklega vel heppnað, yfir 160 manns tóku þátt í mjög góðu veðri, var jafnvel of heitt.
Hlaupnar eru þrjár vegalengdir í Jökulsárhlaupinu: Frá Dettifossi, Hólmatungum og Vesturdal. Fyrsta hlaupið var haldið árið 2004 og þá í boði Kelduneshrepps. Frumkvæðið að hlaupinu átti Katrín Eymundsdóttir og óska ég henni og sveitungum hennar Keldhverfungum til hamingju, en um 30 sjálfboðaliðar koma að framkvæmd hlaupsins árlega. Án þeirra væri þetta ekki hægt.
Jökulsárhlaupið í ár verður haldið 25. júlí og ég stefni á að mæta í 5. sinn. Það kæmi mér ekki á óvart að þátttaka yrði góð vegna þess að þetta er sennilega skemmtilegasta utanvegahlaup sem í boði er á Íslandi og mjög vel er að þessum viðburði staðið.
Lífstíll | 13.3.2009 | 11:58 (breytt kl. 14:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um síðustu helgi hljóp ég hálft maraþon í Reykjavík og bætti mig um tæpar tvær mínútur. Ég sá marga sem ég þekkti í rásmarkinu og var næstum búinn að gleyma mér, því ég var seinn að koma mér fyrir og hefði mátt teygja betur fyrir hlaupið. Þarna rakst ég á Þorberg Inga Jónsson, norðfirðinginn fráa, sem var í startholunum með að setja besta tíma íslendinga þetta árið. Sjónvarpið sá ástæðu til að mynda okkur þar sem við stóðum í klósettröðinni við MR. Á Nesveginum hljóp ég samhliða Eiði Aðalgeirs, frænda mínum, sem er ein af fyrirmyndum mínum hvað varðar langhlaup og þolraunir. Ætli hann sé ekki sá íslendingur sem hlaupið hefur flest maraþonhlaup, nokkrum fleiri en Trausti Valdimarsson læknir? Við gáfum okkur tíma til að spjalla á leiðinni, en svo seig hann framúr, enda þaulvanur hlaupari á ferð. Aðstæður voru mjög góðar og þetta var vonandi frábært hlaup fyrir alla.
Mínar æfingar og keppnir gengu vel þetta sumarið. Um miðjan ágúst leysti ég Þingeysku þríþrautina á rúmlega 4 mínútum skemmri tíma en áður. Í lok júlí var ég tæpum tveimur mínútum fljótari með 21,1 km í Jökulsárhlaupinu. Fjórða alvöruhlaupið á keppnistímabilinu var svo Mývatsnsmaraþon í lok maí, sem gekk líka vel. Nú er að finna sér ný markmið í keppnum, en ég á að baki 7x 1/2 maraþon, 1x 27 km óbyggðahlaup, 3x Ólympíska þríÞraut og 4x 1/2 þraut. Það virðist því ekki vera út úr kortinu að stefna á 1x maraþonhlaup fyrir 45 ára afmælið á næsta ári.
Lífstíll | 29.8.2008 | 11:56 (breytt 15.9.2008 kl. 14:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23 þátttakendur voru í árlegri Þingeyskri þríþraut númer 7, sem haldin var í fjórða sinn á Laugum en þar áður þrisvar sinnum á Húsavík. 6 konur leystu þraut og 17 karlar. 12 þátttakendur voru af höfuðborgarsvæðinu, 6 frá Akureyri en 5 Þingeyingar. Treglega hefur gengið að auka hlut Norðlendinga og þá sérstaklega Þingeyinga, en á sama tíma fjölgar þátttakendum að sunnan verulega. Þríþrautarmeistari kvenna 2008 var María Ögn Guðmundsdóttir, Mosfellsbæ en hinn öflugi íþróttamaður Steinn Jóhannsson, Hafnarfirði, sigraði með fáheyrðum yfirburðum í karlaflokki. Þórey Rósa Einarsdóttir, Reykjavík, var fljótust kvenna með hálfa þraut og Stefán Viðar Sigtryggsson, Kópavogi, stakk karlana af í hálfri þraut. Tímarnir eru væntanlegir á www.hlaup.is
Í þríþrautinni má sjá þrautþjálfað keppnisfólk því nokkrir eru á leið til Þýskalands í næsta mánuði að keppa í járnkalli (ironman). En svo eru líka trimmarar og fólk sem keppir bara við sjálft sig. Reyndar var það svo í fyrstu þríþrautinni árið 2002 að fólk þurfti að biðja um tímatöku, en flestir létu sér nægja viðmiðið "lokið" og "ekki lokið". Í þeim anda er þríþrautin okkar á Laugum. Við viljum fá almenning til að taka þátt í sundi, hjólreiðum og hlaupum. Eða eins og ágætur starfsmaður þríþrautarinnar sagði eftir að hafa fylgst með ánægðu fólki á besta aldri koma í mark. "Ég hefði átt að vera með sjálf. Hér er fullt af venjulegu fólki, en ekki bara keppnisfólk".
Lífstíll | 17.8.2008 | 22:49 (breytt 16.9.2008 kl. 00:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífstíll | 29.7.2008 | 23:58 (breytt 16.9.2008 kl. 00:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá