Hin árlega Þingeyska þríþraut haldin í 9. sinn

beint a hjolid

Þríþrautin fór fram 15. ágúst 2010 á Laugum.  Hjólað var að Tjörn og til baka, en hlaupinn Austurhlíðarhringur. Stoppað var á milli sunds og hjóls, sem kemur í veg fyrir að árangur keppenda sé skráður löglega á afrekaskra.  Til stendur að breyta þessu á næsta ári. Við Kári Páll og Gísli fengum liðsstyrk hjólahópsins á Bjargi við undirbúning.  Vel var að honum staðið og allt fór vel fram.  Um 25 keppendur voru mættir og veður var prýðilegt.  Gaman að sjá fólk koma alltaf aftur og aftur á Lauga til að taka þátt í þessu ágæta móti.  Nú þurfum við Kári að halda það einu sinni enn til að geta státað okkur af því að hafa leyst þessa þraut 10 ár í röð.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband