Þar fór Þorbergur sem fuglinn fljúgandi

Barðsneshlaupið var rúmlega hálfnað. Ég var á hlaupum, að því er mér fannst, í Búlandinu eftir að hafa klöngrast niður Götuhjallann ógurlega.  Götuhjallinn er í 200 metra hæð yfir sjó og á köflum er um einstigi að fara þannig að leiðin er ekki fyrir lofthrædda.  Á þessum slóðum þurfti ég að fara ofan í fjölmarga smálæki sem runnu úr brattri hlíðinni, stikla á steinum og stíga svo upp úr á hinum bakkanum.  Reyndist þetta mér mikið erfiði.  Þar sem ég var staddur ofan í einum þessara skorninga er slegið laust á bakið á mér og ég lít upp.  Sé ég þá nánast undir skósólana á "Norðfirðingnun þindarlausa" Þorbergi Jónssyni, sem hefur verið ósigrandi í Barðsneshlaupinu þau ár sem hann hefur tekið þátt.  Það var þá sem mér fannst ég ekki vera að hlaupa lengur; þegar ég horfði á  eftir þessum glæsilega 25 ára gamla íþróttamanni þar sem hann fór í loftköstum eftir Búlandinu.  Hann klöngraðist ekki yfir árfarvegi heldur tók undir sig stökk, 2ja og 3ja metra löng ábyggilega - og mér fannst sem ég stæði kyrr.  Þorbergur ásamt nokkrum afburðahlaupurum hafði verið ræstur klukkutíma seinna en hinir, slíka yfirburði hefur hann í þessu hlaupi.  Hann mun hafa bætt brautarmetið úr rétt rúmum  2 klst í 1 klst og rúmar 57 mínútur í þessu hlaupi.  Glæsileg tilþrif sem gaman var að vera vitni að.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband