Er afskaplega fátt sem við vitum alveg fyrir víst?

Ég var að lesa um Sókrates.  Gott væri ef fólk grennslaðist oftar fyrir um skoðanir sínar og tæki þeim ekki að gefnu sem sannleika án þess að kanna heimildir.  „Gagnrýnin hugsun“ felst í því að ekki er fallist á neitt nema það sem rannsakað hefur verið.  Sókrates taldi að fólk væri ekki illt að upplagi en það gerði öðrum illt með því að missa sjónar á sannleikanum.  Það skorti bara þekkingu og yfirsýn. Sjálfur reyndi hann sjálfan sig og viðmælendur sína í rökræðum um ólíklegustu mál.  Viðmælendurnir lentu stundum út af sporinu eða komust í mótsögn við sjálfa sig, svo slyngur var Sókrates í rökræðum.  En markmið hans var  ekki að gera lítið úr fólki heldur að kenna því að hugsa rétt. Ryðja burt fordómum og brjóta málin til mergjar áður en komist væri að niðurstöðu. Sjálfur sagðist hann vita það eitt að hann vissi ekki neitt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband