Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ákvað á dögunum að ganga aftur til kosninga um hvort eigi að sameinast Aðaldælahreppi. Aftur og nýbúnir eiga íbúarnir að taka afstöðu til sama máls. Það var í nóvember síðastliðnum sem þeir veittu sveitarstjórnarmönnum umboð til að sameina þessi sveitarfélög. Þá fór fram leynileg lýðræðisleg kosning og meirihlutinn vildi sameina. Þá var líka kosið um aðild Skútustaðahrepps, en lýðræðisleg niðurstaða Mývetninga var að taka ekki þátt.
En nú virðist minnihlutinn ráðskast með meirihlutann frá í íbúakosningunum í nóvember 2007. Það sjá allir sem kynna sér 91. grein sveitarstjórnarlaga númer 45 frá 1998. Heimild til sameiningar fékkst í nóvember því 2/3 sveitarfélaganna samþykktu tillöguna. Og í þeim sveitarfélögum sem samþykktu búa a.m.k. 2/3 íbúa sem kusu.
Íbúar Þingeyjarsveitar hafa nú orðið fyrir þeirri ólýðræðislegu reynslu að atkvæði þeirra í leynilegri íbúakosningu var gert ónýtt með ákvörðun sveitarstjórnar um að kjósa aftur. Það er sem sagt ekki meirihlutinn sem ræður, heldur minnihlutinn! Ekki er vitað hvað þarf að kjósa oft svo minnihlutinn sætti sig við vilja meirihlutans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.3.2008 | 10:07 (breytt kl. 10:10) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.