Sameining og ný tækifæri

Meirihluti kjósenda er fylgjandi sameiningu Þingeyjarsveitar og Aðaldals.  Úrslitin eru afgerandi í báðum sveitarfélögunun. Meira afgerandi en þau voru í nóvember síðastliðnum þegar niðurstaðan var efnislega hin sama.  Þá var líka kosið um aðild Skútustaðahrepps, en lýðræðisleg niðurstaða Mývetninga var að taka ekki þátt. 

Það er orðið brýnna í seinni tíð að fámenn sveitarfélög sameinist og verði þannig hæfari til að taka að sér verkefni og halda uppi þjónustu.  Hið nýja sveitarfélag telur um 1.000 íbúa og bundnar eru vonir við að sveitarfélag af þeirri stærðargráðu skili íbúunum betra samfélagi.  Um málefni nýja sveitarfélagsins verður örugglega mikil umræða næstu tvo mánuði fram að sveitarstjórnarkosningum.  Sameiningin skapar ný tækifæri og það er íbúanna að nýta þau.


mbl.is Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Já, ánægjuleg niðurstaða í gær.  Greinilegt að það fór betur í kjósendur að vera lausir við Mývetninga !  

Skákfélagið Goðinn, 27.4.2008 kl. 11:13

2 identicon

Já þetta eru góðir dagar á Laugum þessa dagana svei mér  sú gleði sem hér hefur ríkt undanfarna daga með framhaldsskólann, nýju búðina,nýja matsölustaðinn sameininguna við Aðaldælinga sem við þökkum Geir nokkrum í Dæli vegna skrifa í hlaupastelpuna, ADSL, og síðast en ekki síst veðrið minnir helst á gamla góða daga. Nú er bara að halda áfram og horfa fram á við og enga stöðnum lengur þá er bara að taka næsta skref og við vitum vel hvað það er!!!!!

Elínborg Ben (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband