Ánægjulegt Jökulsárhlaup í 23° hita

jokulsarhlaup.jpgFjórða árið í röð hljóp ég Jökulsárhlaup mér til mikillar ánægju.  Ég vil nota tækifærið og bera lof á skipuleggjendur hlaupsins, einkum Katrínu Eymundsdóttur sem átti þessa hugmynd upphaflega og hefur alltaf stjórnað hlaupinu af röggsemi.  Nú er svo komið að 180 manns tóku þátt í hlaupinu og hlýtur það að kalla á fjármagn og aðkeypt vinnuafl, en sjálfboðaliðar hafa hingað til staðið sig frábærlega við framkvæmd hlaupsins. 

Hlaupið er um stórbrotið land í Jökulsárþjóðgarði, niður með Jökulsá á Fjöllum frá Dettifossi sem leið liggur niður í Ásbyrgi.  Hingað til hef ég látið mér nægja að hlaupa úr Hólmatungum, 21,2 km leið niður í byrgið.  Hlaupið byrjar undan brekkunni við góðar aðstæður.  Og það er alltaf jafn gaman að vaða Stallá í laxapokum og hlaupa fjárgötur og troðninga niður í Vesturdalinn.  Upp úr Vesturdalnum er veruleg hækkun og svo taka við götur eftir gömlum farvegi Jökulsár, frá þeim tíma er Ásbyrgi myndaðist og er þá víða yfir klappir að fara.  Síðasti áfangi leiðarinnar liggur svo meðfram byrginu eftir fjárgötum og eru þar meiri klappir; erfið leið fyrir þreytta fætur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gummískór

Algjörlega sammála, frábær skipulagning.  Þetta var nú reyndar fyrsta hlaupið mitt og mikið helv... var þetta gaman, verst að maður er ekki enn búinn að ná sér.  En maður á eftir að taka þau fleiri.  Sjáumst a.m.k. í Glitnis maraþoninu og hugsanlega í þríþrautinni!  Kv. Skúli

Gummískór, 31.7.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband