Ég var einn af leikmönnum knattspyrnuliðs umf. Tjörness sem komu saman á mærudögum á Húsavík í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá því að við spiluðum síðast saman. Það var í Íslandsmótinu í 4. deild, eins og það hét þá, og voru Tjörnesingar með afar sigursælt lið. Færa má sönnur á það með því að fletta upp Víkurblaðinu með skrifum Jóhannesar Sigurjónssonar á árunum 1984 til 1986. Ennfremur eru bækurnar Íslensk knattspyrna, eftir Víði Sigurðsson örugg heimild um stórveldið Tjörnes á knattspyrnvöllum þess tíma. Í tilefni endurfundanna voru stuðningsaðilar fengnir til að kaupa búninga á liðið og stuðningsmenn fjölmenntu á völlinn. Auðvitað átti að hafa gaman af þessu, en ekki var laust við að gamall metnaður tæki sig upp í brjóstum leikmanna Tjörness, sem ekki vildu valda stuðningsmönnum sínum vonbrigðum. Og enn síður máttu þeir til þess hugsa að skuggi félli á ljómann af goðsögninni um hið ósigrandi knattspyrnulið Tjörness. En sumir spiluðu meira af vilja en mætti því tímans tönn hafði nagað margan dáðadrenginn. Allmargir höfðu safnað aukakílóum og kyrrseta og velmegun dregið úr snerpu á liðnum aldarfjórðungi. Fór því svo að lokum að úrvalslið Suður-Þingeyinga, sem voru andstæðingar okkar, mörðu nauman sigur á okkur Tjörnesingum, með 4 mörkum gegn 3. Ekki dugðu heldur lúmska herbragðið að senda alla varamenninna inná þegar 2 mínútur voru eftir til að freista þess að jafna. Síðasta spyrna leiksins var svo þrumuskot uppundir þverslána, en leikmaður úrvalsliðsins varði hann þar með hendi. Þar bar dómaranum að lyfta lituðu spjaldi og dæma vítið, sem hefði tryggt okkur vítakeppnina með sigri. En dómarinn ræður í drengilegum leik. Risinn hafði jú rumskað en laut svo í gras með sæmd.
Flokkur: Lífstíll | 29.7.2008 | 23:58 (breytt 16.9.2008 kl. 00:33) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Tilhugsunin um yngri þjálfara hljómar spennandi
- Starf Spánverjans hangir á bláþræði
- Fjölnir og ÍR víxluðu á þjálfurum
- Ég ætla ekki að blammera einn né neinn
- Bílslysið hefði klárlega getað endað mun verr
- Sóknarmaður til Liverpool?
- Eignast hlut í félagi en spilar enn
- Chelsea og Lyon í átta liða úrslit
- Náði sínum besta árangri á ferlinum
- Óstöðvandi í Meistaradeildinni
Athugasemdir
Það er einmitt vandinn þegar maður lætur hafa sig út í keppni af einhverju tagi..... að andinn er svo miklu yngri en holdið.
Anna Einarsdóttir, 30.7.2008 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.