Júlíus Havsteen, Blöndal og bankahruniđ

Júlíus Havsteen, sem var sýslumađur á Húsavík, var ţekktur fyrir ađ standa međ smćlingjunum og eru af ţví margar sögur. Ein rifjađist upp fyrir mér í sambandi viđ tilburđi stjórnvalda viđ rannsókn bankahrunsins. Ţannig var ađ Blöndal, sem var víneftirlitsmađur á bannárunum, bankađi óvćnt uppá hjá Júlíusi sýslumanni á Húsavík. Hann ćtlađi ađ líta í kringum sig í ţorpinu og skima eftir ţeim sem brugguđu landa. Júlíus vissi af ţeirri iđju hjá útvegsbónda og barnakarli, sem viđ skulum bara kalla Helga hér,  en vildi hlífa honum viđ rannsókn Blöndals. Hann bađ vinnumann sinn ţví ađ fara til barnakarlsins og bruggarans og fćra honum ţau skilabođ ađ Blöndal vćri komin og hvort Helgi ćtti nýjan fisk fyrir Blöndal. Öllum mátti vera ljóst, nema eftirlitsmanninum, ađ ţessu erindi var ćtlađ ađ veita Helga svigrúm til ađ fela bruggtćkin og fela slóđina.  Mér fannst ţetta skemmtileg saga en velti ţví fyrir mér hvort stjórnvöldum gengur eitthvađ álíka göfugt til međ ţví ađ misfarast hendur hvađ eftir annađ í rannsókn bankahrunsins og draga lappirnar eins lengi og hćgt er. Vonandi er gáfulegur tilgangur međ vandrćđaganginum ţví ţetta er ađ verđa pínlegt.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband